Gerðir kirkjuþings - 1978, Blaðsíða 28
25
staðarmörk sóknarinnar eru. Kirkjuvígslubréf skal rita í sérstaka
bók, er varðveitist við biskupsembættið. Þá leggur biskup hverri
kirkj'u til sérstaka bók, kirkjubók, sem í verði færðar allar athafnir,
sem framkvæmdar eru í kirkjunni. Verði ágreiningur um fornar eignir
og réttindi kirkna, skal hann dæmdur eftir lögum um Kristnisjóð
frá 1970 og þar, sem þau ná ekki til, skal hann útkljáður eftir
þessum máldagaskrám:
1. Vilchins biskups frá 1397.
2. Auðunar biskups frá 1318.
3. Jóns biskups Eiríkssonar frá 1360.
4. Péturs biskups Þorsteinssonar frá 1394.
5. ölafs biskups Rögnvaldssonar frá 1461 og síðar.
6. Sigurðarregistri frá um 1525 og síðar.
17. gr.
Biskupar skulu vandlega gæta þess, að eigi veljist aðrir til prests-
þjónustu í þjóðkirkjunni en beir, sem vel eru til þess hæfir að fram-
kvæma prestlegt embætti og annast sálgæzlu sóknarbarna sinna. Er
engum óvígðum guðfræðingi heimilt að sækja um preststarf í þjónustu
kirkjunnar, nema hann hafi áður fengið vottorð biskups um, að hann
fullnægi þeim kröfum, sem gjörðar eru til prestsvígslu. Nú synjar
biskup um slíkt vottorð, og er þá þeim, sem synjað er, rétt að krefjast
þess, að sérstök nefnd athugi og úrskurði hæfni hans. í henni eiga
sæti auk biskups, forseti guðfræðideildar Háskóla íslands og fulltrúi
kirkjumálaráðherra.
^18. gr.
Biskup Islands situr í forsæti á kirkjuþingi auk þess sem hann er
oddviti kirkjuráðs. Biskupar eiga allir sæti á kirkjuþingi.
19 . gr.
Biskup Islands boðar prestastefnu og leikmannastefnu annaðhvort ár,
það ár sem kirkjustefnur koma ekki saman.
Á prestastefnu hafa atkvæðisrétt allir starfandi þjóðkirkjuprestar
og fastir kennarar guðfræðideildar Háskóla Islands með guðfræðimenntun.
Aðrir prestar og guðfræðingar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi
og tillögurétti.
Á leikmannastefnu eiga sæti einn fulltrúi frá hverju prófastsdæmi
kjörinn af leikmönnum á héraðsfundi og einn fulltrúi heildarsamtaka
kristilegra félaga, sem starfa á kenningargrundvelli þjóðkirkjunnar.
20. gr.
Biskup Islands boðar biskupafund eigi sjaldnar en einu sinni á ári.
Biskupafundur getur lagt mál fyrir kirkjuþing.
21. gr.
Biskupar njóta þeirra lögkjara, er biskup íslands nýtur nú.
22: gr.
Við vísitazíur skal biskup kynna sér kirkjulegt og kristilegt starf
í sóknunum, sambúð prests og sóknarfólks, ásigkomulag kirkju og
prestsseturs og annað það, er varðar hag sóknar og prests. Skal hann
gjöra tillögur til úrbóta, þar sem þurfa þykir. Visitazía biskups
skal hafin með guðsþjónustu í sóknarkirkjunni. Er sóknarpresti og
sóknamefnd skylt að mæta og vera biskupi til aðstoðar við visitaziuna
og láta honum í té þær upplýsingar, sem leitað er eftir. Þeir
undirrita vxsitazíugjörðma ásamt biskupi, en heimilt er þeim að
láta bóka þar ágreining, ef um slíkt er að ræða. Þyki biskupi ein-
hvers staðar áfátt um búnað kirkju eða viðhald hennar, störf sóknar-
nefndar, framkomu prests og embættisstörf eða það, hvernig hann
situr staðinn, skal hann vanda um við hlutaðeigendur. Ennfremur getur
hann í vísitazíu bókað ákveðnar kröfur sínar í þessum efnum. Prófastur
skal fylgja biskupi á vísitazíum og sjá síðan um, að ákvörðunum
vísitazíu sé fylgt eftir.