Gerðir kirkjuþings - 1978, Blaðsíða 13
10
8. gr.
Sók'narfólk á rétt á guðsbjónustum í sóknum sínum, er skal
að jafnaði miða við eftirfarandi:
a. í sókn með 600 manns eða fleiri skal vera almenn guðs-
bjónusta hvern helgan dag. Ef tveir prestar þjóna sömu
sókn skulu vera tvær almennar guðsþjónustur hvern helgan
dag.
b. í sókn með .300 til 600 manns skal vera almenn guðs-
þjónusta annan hvern helgan dag.
c. í sókn með 100 til 300 manns skal vera almenn guðs-
þjónusta fjórða hvern helgan dag.
d. í sókn með færri en 100 manns skal vera almenn guðs-
þjónusta áttunda hvern helgan dag.
Þjónusturéttur vegna fjölgunar eða fækkunar sóknarfólks
skal endurskoðaður eigi sjaldnar en 10. hvert ár.
9 . gr.
1 hverri sókn landsins á sóknarfólk rétt á kirkjulegri
sérþjónustu, svo sem fermingarfræðslu, barna- og æskulýðs-
starfi og þjónustu við sjúka og aldraða.
Ennfremur á fólk með sérþarfir rétt á kirkjulegri þjón-
ustu £ þeirri sókn, þar sem það býr eða dvelst. Þar er
átt við alla þá, sem geta ekki notið kirkjulegrar þjón-
ustu á eðlilegan hátt vegna vinnu, dvalar fjarri heimili
eða á stofnunum vegna sjúkleika.
III. KAFLI.
Um safnaðarfundi.
10. gr.
Aðalsafnaðarfundur skal haldinn árlega. Hann er vettvangur
starfsskila og þar skulu rædd málefni sóknarinnar. Hann fer
með æðsta vald í málum sóknar og sóknarfólks, sem undir hann
heyra samkvæmt lögum þessum. Hnekki fundurinn gerðum sóknar-
nefndar, getur hún bó leitað úrskurðar héraðsfundar.
Aðra safnaðarfundi skal halda, ef meiri hluti sóknarnefndar
fer fram á það eða 1/4 hluti sóknarfólks.
11. gr.
Sóknarnefnd boðar safnaðarfundi með minnst þriggja daga
fyrirvara á sama hátt og venja er um messuboð í sókninni.
Fundarefni skal kynnt um"leið og fundur er boðaður.
Fundur er lögmætur, ef rétt er til hans boðað, og ræður afl
atkvæða úrslitum mála, sbr. bó 10. gr.