Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 83
80
bæÖi innanlands og utan eftir því sem auðiÖ má verða. £g
veit að við gætum notið mikils goðs af samvinnu við hið
erlenda sjómannastarf, ég hef átt bréfaskipti við ýmsa um
það efni, og einnig geng ég að þvi vísu, að góður maður
í þessu starfi muni geta opnað augu margra innanlands fyrir
því að ekki sé ófyrirsynju að verið.
Loks hefur kirkjuráð tekið ákvörðun um þjónustu við dauf-
dumba. Daufdumbir eru til í þessu landi og ekki allfáir.
Þeir lifa í heimi þagnarinnar. Ýmislegt er fyrir þessa
menn gert en kirkjan hefur lítið um þá sinnt og trúarleg
aðhlynning að þeim er mjög í molum. Sú var tíð, að prestar
gerðust til þess að sérhæfa sig í daufdumbrakennslu. Nú
er enginn prestur hérlendis sem geti að neinu gagni orðið
þessum einstaklingum. Þarna eru m.a. börn sem fara mjög
á mis við trúarleg áhrif. Það er mörgum foreldrum slíkra
barna tilfinnanlegt, það er mér kunnugt um. I öðrum löndum
eru prestar sérhæfðir á þessu sviði, sérþjálfaðir til þess
að sinna þörfum bessa fólks. Um slíkt er ekki að ræða í
voru fámenna landi. Úg hef arum saman leitað að manni,
karli eða konu, sem gæti tekið að sér þetta fólk, veitt
þvi trúarlega þjónustu. Nú var mér fyrir 2 árum bent á
stúlku með kennaramenntun sem var að fara til framhalds-
náms erlendis og hugðist kynna sér kennslu barna með sér-
þarfir. Úg fór þess á leit við hana að hún kynnti sér
kirkjulegt starf fyrir daufdumba með tilliti til þess að
hún tæki að sér að starfa meðal slíkra hér. Hún tók bessu
vel án þess að skuldbinda sig. Ég hef fylgst með henni
síðan og nú er hún komin -heim að loknu framhaldsnámi sínu
og hefur lýst því yfir við kirkjuráð, að hún muni taka
ráðningu til þessa starfs á vegum kirkjunnar - auðvitað
er aðeins um að ræða aukastarf. Kirkjuráð hefur ákveðið
að ráða hana í þessu skyni.
Um undirbúninginn undir þetta kirkjuþing er það að segja,
að meginverkéfni þess verður að fjalla um álit Starfs-
háttanefndar. Sú nefnd var skipuð að ósk prestastefnunnar
og hefur starfað á ábyrgð hennar. Gerðir hennar og tillögur
hafa verið ýtarlega ræddar á prestastefnum og kynntar
eftir föngum öðrum aðiljum. Lyktir þessa starfs urðu þær
á prestastefnu 1977, að áliti nefndarinnar var visað til