Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 89
86
Það er augljóst að þjóðkirkjuskilningurinn hefur mótað
islenska kristni um aldir og á sterk itök i þjóðinni. Hann
hlýtur þvi að verða meginviðmiðun i eflingu, mótun og
uppbyggingu safnaðarstarfs hér á landi.
Það er aðeins rúmur hálfur áratugur frá þvi þýsku kirkjurnar
settu fram sitt slagorð i samræmdu átaki til safnaðarupp-
byggingar og til eflingar safnaðarstarfi: oonun og bétting.
Með þvi er átt við að stefnt skuli að opnun kirkjunnar og
reynt að ná til sem allra flestra. Hins vegar skuli stefnt að
þvi að bjóða upp á verulega vönduð námskeið um trúna og
tengsl hennar við persónulega reynslu manna og við þjóðlifið.
Opnun og þétting er liking sem minnir á hjartsláttinn:
hjartað sækir blóðið og dælir þvi siðan með krafti út i
likamann. Þannig er stefnan að safna og bjóða fólki til
þátttöku til þess að söfnuðurinn geti á þann hátt haft áhrif
á þjóðlifið. Guðsþjónustan er i brennidepli. Allt starf
safnaðarins á virkum dögum á að skila sér i guðsþjónustunni.
En jafnframt á söfnuðurinn að vera quðsbiónusta i hinu
daglega lifi, hver og einn i sinni stétt og stöðu i samræmi
við lútherskan skilning á hlutverki hins kristna manns i
þjóðlifinu, þar á að reyna á trúna og þar á trúin að birtast
i verki.
Með þetta slagorð i huga skal nú stuttlega gerð grein fyrir
þrem áætlunum sem notaðar hafa verið bæði i Bandarikjunum og
ýmsum löndum Evrópu og hvarvetna gefist afar vel. Loks skal
gerð stutt grein fyrir safnaðarskipulagi sem vakið hefur
athygli einkum i Þýskalandi en þar er byggt á mikilli virkni
leikmanna. Það skal sérstaklega tekið fram að áætlanir sem
gefist hafa vel eru mun fleiri en þær sem hér er minnst á og
á nefndin eftir að fjalla um margar þeirra á næstunni.
Nvtt upphaf (Sjá skýringarmynd 1)
"Nýtt upphaf" hefur verið notað i ýmsum löndum, m.a. Sviss,
Finnlandi og siðar var það tekið upp i Þýskalandi. Hvarvetna
með góðum árangri enda viðamikið og byggist á löngum undir-
búningi og þátttöku fjölda sjálfboðaliða.
Átak þetta miðast við þjóðkirkjufyrirkomulagið. Markmiðið er
efling safnaðarstarfsins - "opnun og þéttingu" - það miðar að
þvi að koma til móts við þá fjölmörgu sem langar til að taka
þátt i starfi kirkjunnar. Það miðar einnig að þvi að heyra
hinar gagnrýnu raddir og taka mark á þeim. Loks miðast þetta
átak við að ná til þeirra fjölmörgu sem standa fjarri
kirkjunni og leita ekki til hennar nema þeir þurfi nauðsyn-
lega á þjónustu hennar að halda - og jafnvel lika til hinna
sem hafna henni alveg.
Átakinu "nýtt upphaf" er best að lýsa með þvi að segja i
örfáum orðum frá framkvæmd þess i einu úthverfa Hamborgar i
febrúar 1987. Þar voru um 900 sjálfboðaliðar sem komu saman i
17 safnaðarheimilum i útborginni Harburg við Hamborg. Tengdir
höfðu verið 170 nýir simar i þessi safnaðarheimili og þeir
voru notaðir óspart i fjórar vikur þar sem sjálfboðaliðarnir
hringdu i fólk. Auk þess voru auglýsingaspj öld viða um
hverfið, á strætisvögnum, i blöðum, sundlaugum, hvarvetna þar