Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 90
87
sem fólk átti leið um. í simtalinu var fólkinu boðið að fá
senda bók þar sem nokkrir einstaklingar sögðu frá trú sinni.
Þessi bók var sérstaklega samin og gefin út vegna átaksins.
Um 31 þúsund eintök af bókinni voru send til þeirra sem þess
óskuðu og siðan var aftur hringt til þeirra sem höfðu fengið
bókina. í siðara simtalinu var viðkomandi boðið til samtals
við nokkra safnaðarmenn, i heimahúsi. Milli páska og
uppstigningardags 1987 var stofnað til 365 slikra samtalshópa
á svæðinu. Stjórnendur hópanna höfðu verið vel undirbúnir til
þess að takast verkefnið á hendur. Hér er sem sagt notast við
sima, vasabrotsbók og samtal til þess að gefa fólki kost á að
kynnast starfsemi safnaðarins og vekja áhuga þess á þvi að
taka sjálft þátt i að efla starfsemina. Það sýnir jákvæða
reynslu af þessu átaki að það hefur verið notað á nokkrum
stöðum eftir þetta og er nú, þegar þetta er ritað, í undir-
búningi á 16 svæðum i Þýskalandi.
Guðsbiónustan og lífið
Þá er átakið "guðsþjónustan og lifið" (á ensku "caring
community", á þýsku "Gottesdienst leben" á norsku "prosjekt
Vekst").
Gert er ráð fyrir að það taki um eitt ár að framkvæma þessa
áætlun. Hún er framkvæmd i sex stigum:
1. Sóknarnefndin leitar sér upplýsinga og ákveður að
framkvæma áætlunina og tilkynnir þessa ákvörðun í sérstöku
bréfi til safnaðarins.
2. Prestur safnaðarins og sjálfboðaliði taka þátt i fimm daga
námskeiði sem haldin eru reglulega á vegum kirkjunnar, þeir
tveir mynda st~i órn átaksins.
3. Stjórnin leitar siðan 12 til 15 einstaklinga i söfnuðinum
sem eiga að teljast eins konar þverskurður hans. Þeir mynda
miðhópinn sem í raun framkvæmir áætlunina.
4. Miðhópurinn kemur saman vikulega í 3 mánuði, tvær og hálfa
klst i hvert skipti og ber saman bækur sinar. Að 3 mánuðum
liðnum hittast þeir sem undirbúa áætlunina eina helgi og ræða
málin.
5. Miðhópurinn leitar nú ásamt stjórn áætlunarinnar 35 til 70
safnaðarmanna sem eru reiðubúnir til þátttöku. í þessum stóra
hópi er áætlunin framkvæmd undir leiðsögn og eftirliti
miðhópsins. Þetta gerist á ca 6 mánuðum.
6. Sóknarnefndin dregur siðan saman niðurstöður af starfinu
og skýrir frá því á almennum safnaðarfundi.
Öll sóknin er höfð i huga, engir ákveðnir hópar, heldur
allir. Það athugist einnig að þunginn af starfinu hvílir ekki
á prestinum og heldur ekki á sóknarnefndinni heldur á
áhugasömum og hæfum leikmönnum. Þessi áætlun er þvi í raun
mjög lúthersk, hún miðar við sóknina og byggist á leikmönn-
unum.
Áætlun þessi miðast við guðsþjónustuna i kirkjunni. Hún
byggist á þvi að tengja guðsþjónustuna við daglega lifið og
að safna reynslu manna úr daglegu lifi og starfi og bera það
undir ljós guðsþjónustunnar. Hún miðar einnig alveg sérstak-
lega að þvi að skapa samfélag meðal safnaðarfólks og