Gerðir kirkjuþings - 1988, Blaðsíða 166
163
Dr. Ármann Snævarr samdi greinargerð með frumvarpinu. Var
frumvarpið ásamt greinargerð lagt fyrir Kirkjuráð og siðan
fyrir Kirkjuþing 1985 og 1986. í fyrra skiptið samþykkti
Kirkjuþing frumvarpið með nokkrum breytingum. í síðara
skiptið afgreiddi Kirkjuþing frumvarpið svo að felldar voru
úr því 4.-7. gr. er samsvara 4.-7. gr. þessa frumvarps þar
sem nánari ákvæði eru sett um þá starfsemi sem óheimil er á
helgidögum almennt eða á nokkrum þeirra sérstaklega og einnig
ákvæði um heimild lögreglustjóra til að veita undanþágur frá
lögunum. Samkvæmt þvi skyldi frumvarpið aðeins fjalla um það
hverjir vera skyldu helgidagar þjóðkirkjunnar og um
friðunartima einstakra helgidaga og svo skyldi vera þar
almennt ákvæði er legði bann við þvi að trufla guðsþjónustu
eða kirkjuathöfn, sbr. 3. gr. þessa frumvarps. Gert var ráð
fyrir að málum þeim, sem ákvæði þau i frumvarpinu viku að er
niður voru felld, yrði skipað með reglugerð.
Af hálfu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hefur frumvarpið,
eins og það kom frá Kirkjuþingi, sætt rækilegri athugun. Þau
ákvæði i frumvarpi kirkjulaganefndar, sem Kirkjuþing felldi
niður, varða ekki sist löggæslu og lagaframkvæmd. Þótt
Kirkjuþing 1986 hafi talið heppilegra að fjalla um þessa
þætti i reglugerð en i lögunum sjálfum lýsir afgreiðslan út
af fyrir sig ekki andstöðu við efnisákvæði þau i frumvarpinu
sem hér er um að ræða, sbr. og afgreiðslu Kirkjuþings 1985.
Grundvallarspurningin er hér sú hvort ráðlegra sé að skipa
ákvæðum um nánari afmörkun á þeirri starfsemi, sem ætlunin er
að sporna við á helgidögum, með reglugerð eða með lögum.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið telur siðari leiðina heppilegri
af eftirfarandi ástæðum:
a. Helgidagalöggjöf varðar mjög almenning á landi hér.
Ákvæði laga eru að jafnaði betur kunn en ákvæði
reglugerða. ólikt er greiðara fyrir almenning og raunar
einnig þá sem fylgjast eiga með framkvæmd þessara
réttarreglna að kynna sér lög í lagasafni en að leita
uppi reglugerð. Öll meginatriði slikra reglna ættu að
vera i lögunum sjálfum.
b. Þá er eðlilegt að löggjafinn kveði á um þau atriði sem
greinir i þeim ákvæðum er hér um ræðir, þ.e. 4.-7. gr.
þessa frumvarps. Þar reynir á atriði sem varða mjög
almenning og þá sem standa fyrir margs konar félaga- og
atvinnustarfsemi. Grundvöllur reglugerðarákvæða, sem
væntanlega er þörf á, sbr. 8. gr. frumvarps þessa,
verður enn fremur traustari ef löggjafinn hefur fjallað
um þessi efni og markað meginstefnu i þeim.
Frumvarp það, sem hér er flutt, er að efni til í samræmi við
þau grundvallarsjónarmið sem hér var lýst. Nánar skal þess
getið að 1.-3. gr. frumvarpsins eru i megindráttum í samræmi
við afgreiðslu Kirkjuþings 1986 á frumvarpi þvi er
kirkjulaganefnd samdi. Ákvæði 4.-10. gr. frumvarpsins eru að
sinu leyti i megindráttum byggð á frumvarpi
kirkjulaganefndar, en þó nokkru styttri um einstaka atriði og
er hliðsjón höfð af afgreiðslu Kirkjuþings 1985 sem taldi að
ákvæði þessi ættu að vera i frumvarpinu sjálfu. Ákvæði 2. gr.