Gerðir kirkjuþings - 1988, Blaðsíða 192
189
Þorri klukkna í islenskum kirkjum virðist við fljótlega
athugun vera frá átjándu öld. Og þær eru flestar danskar. Þær
klukkur sem eru frá sautjándu öld virðast hins vegar flestar
vera frá Niðurlöndum. Greinilegt er að mikill fjörkippur
kemur i klukknakaup íslendinga á átjándu öld og skal engum
getum að þvi leitt hvað veldur.
Þótt kirkjuklukkur hafi ekki verið okkur íslendingum eins
nákomnar og ibúum meginlandsins - vegna þess að þar hafa menn
frá alda öðli búið i þorpum - þá hafa þær engu að siður sett
sterkan svip á þjóðlif okkar og menningu ekki siður en annars
staðar þar sem kristin kirkja hefur lagt hinn menningarlega
grundvöll. Séra Jónas frá Hrafnagili hefur brugðið upp
svipmynd af kirkjuferð á átjándu öld sem eins hefði getað
verið á þeirri sautjándu eða nitjándu og jafnvel snemma á
þessari öld og þar koma klukkurnar við sögu. "Þegar komið var
á kirkjustaðinn og hinn alvarlegi hátiðahljómur klukknanna
barst að eyrum manna, var eins og einhverjum hvildar eða
helgiblæ varpaði yfir allt. Menn gengu hægt og töluðu ekki
saman nema i hálfum hljóðum. Allir áttu að vera komnir i
kirkju, þegar samhringt væri, og var þvi lengi hlýtt. ...
Afarlengi var það venja að hringja aðeins tvær hringingar,
áður en messa hófst, en þeirri þriðju, samhringingunni, var
hringt þegar fyrsti sálmurinn var búinn. Það var tekið af með
tilskipun 29. mai 1744 ... í messulok var sunginn útgöngu-
sálmur og útgönguvers og svo klykkt út."
Talið er að hér á landi hafi verið komið nokkuð fast form á
hringingar þegar um 1200, var þá hringt þrivegis, fyrst
annarri klukkunni, siðan hinni og loks samhringt, en hver
kirkja átti i það minnsta tvær klukkur. Það má sjá af máldög-
um. í stórum dráttum hafa hringingar ekki tekið neinum
breytingum siðan.
Lútherskar kirkjur hafa að þvi er best verður séð
eftirfarandi meginreglur um hringingar. Hringt er fyrir messu
með einni klukku, oftast hálftíma fyrir messu. Stundarfjórð-
ungi siðar er hinni klukkunni hringt ef þær eru tvær. Og loks
hefst samhringing klukknanna. Þegar um rafmagnshringingu er
að ræða er hringt i 5 minútur áður en messan hefst. Venjuleg
samhrinaina fyrir sunnudagsmessu fer þannig fram að fyrst er
hringt af stað með einni klukku, þeirri minnstu og siðan er
næst minnstu klukkunni bætt við og þannig koll af kolli.
í flestum kirkjum hér á landi eru tvær klukkur. Þegar
samhringt hefur verið i tæpar 5 minútur er samhringingu lokið
á þann hátt að minni klukkan eða sú minnsta ef kirkjan á
margar þagnar fyrst og siðast sú stærsta. í lok guðsþjónustu
er hringt einni klukku 3x3 slög.
Þar sem kirkjur eiga margar klukkur þá er stærsta klukkan
kölluð domina - á erlendum málum - og er oftast aðeins notuð
á stórhátiðum ef kirkjan á nógu margar klukkur til að geta
sparað eina til hátiðabrigða.
Við útfarir er aðeins hringt bænaslögum en þau eru þannig að
kólfinum er aðeins slegið öðrum megin i kápuna 7 min. áður en
athöfnin byrjar (bænaslög). í nýlegum leiðbeiningum biskups