Gerðir kirkjuþings - 1989, Blaðsíða 8
Kirkjuþing Þjóðkirkju íslands, hið 20. i röðinni var háð í
Reykjavik 17. - 26. október 1989.
Það hófst með messu i Bústaðakirkju í Reykjavik, þriðjudaginn 17.
okt. kl. 14. Sr. Jónas Gislason, vigslubiskup, predikaði, en
altarisþjónustu önnuðust kirkjuþingsmennirnir sr. Einar Þór
Þorsteinsson prófastur og dr. Gunnar Kristjánsson. Organisti var
Kjartan Sigur jónsson. Söngvarar úr kirkjukór Bústaðakirk ju leiddu
sönginn.
Að lokinni messu hófst fyrsti fundur i safnaðarsal Bústaðakirkju.
Biskup íslands, herra ólafur Skúlason flutti þingsetningarræðu
sina og setti þingið.
Þinasetninaarræða herra Ólafs Skúlasonar biskups.
Herra kirkjumálaráðherra, Óli Þ. Guðbjartsson, herra Pétur
Sigurgeirsson biskup og frú Sólveig Ásgeirsdóttir, herra
Sigurbjörn Einarsson biskup og frú Magnea Þorkelsdóttir.
Virðulegu kirkjuþingsmenn og góðir gestir.
Ég býð ykkur öll velkomin til þessarar setningar tuttugasta
Kirkjuþingsins. Það er gott hér að koma. Það finna fleiri en ég,
þótt ekki séu minningar allra jafn dýrmætar og sækja heldur ekki
allir til sömu uppsprettu, hvorki þeirrar er jafnrikulega miðlar
né heldur að búi yfir hinum sama þrótti. En i Bústaðakirk ju hefur
verið gott að hefja þingstörf með guðsþjónustu og góður inngangur
þess að haldið sé hingað i safnaðarsali til að takast á við þau
verkefni, sem biða Kirkjuþings. Nú þakka ég þeim, sem innleiddu
okkur i þann rétta anda, sem hæfir Kirkjuþingi með útleggingu
Guðs orðs og helgum tiðum. Þakka séra Jónasi Gislasyni,
vigslubiskupi prédikun hans, og kirkjuþingsmönnunum dr. Gunnari
Kristjánssyni og sr. Einari Þór Þorsteinssyni fyrir
altarisþjónustuna. Þá var gott að njóta þeirrra, sem lyft hafa
mörgum stundum með list af sönglofti. Ég þakka söngfólki úr kór
Bústaðakirkju og organistanum, Kjartani Sigurjónssyni, sem
sjálfur les guðfræði og býr sig undir prestsþjónustu. Þá ber mér
einnig að færa þakkir kirkju og Kirkjuþings forráðamönnum
þessarar kirkju og safnaðar. Nýjum presti, séra Pálma
Matthiassyni er fagnað hér i þessu húsi og nýjum formanni
Bústaðasóknar einnig, kirkjuþingsmanninum Ottó A. Michelsen. Er
mér það ekki litils virði að fá nú að tjá þel Kirkjuþings öllum
þeim, sem hér hafa gætt þess, að störf þingsins megi verða unnin
með sem eðlilegustum hætti með þvi að sjá um hina ytri þætti og
er þess fullviss, að svo mun enn og áfram verða.
Eins og fram hefur komið er þetta tuttugasta Kirkjuþingið og um
leið siðasta þing þessa kjörtimabils. Gætir þess nokkuð i
þingmálum, að verið er að ljúka afgreiðslu og skila sem hreinustu
borði i hendur fyrsta þings nýs kjörtimabils að ári. Er þetta þá
um leið siðasta þing annars kjörtimabils eftir að Kirkjuþing var
kvatt saman árlega i stað þess að fundir voru annað hvert ár
áður. Fer það ekki milli mála, að störfin urðu markvissari með
þinghaldi á hverju ári og gefst þinginu betra tækifæri til að
fylgjast með málum og koma þvi fram, sem mest er aðkallandi á
5