Gerðir kirkjuþings - 1989, Side 10
leiða til sátta. Hann leiddi störf Kirkjuþings í þeim anda og er
það sem annað þakkað hér. En ekki verður herra Péturs getið og
þakkað, að ekki sé um leið kvödd til sögu kona hans, frú Sólveig
Ásgeirsdóttir. Góðar stundir voru á heimili þeirra og gleði, er
Kirkjuþing þáði heimboð þeirra. Gott er að hafa þau hér á meðal
okkar og sem oftast og á hið sama við um dr. Sigurbjörn og frú
Magneu.
Séra Jónas Gíslason nýkjörinn vígslubiskup Skálholtsstiftis mun
ekki sitja Kirkjuþing þetta sem slíkur, heldur sem fulltrúi
guðfræðideildar. En að ári mun hann rækja skyldur sinar hér sem
vigslubiskup og býð ég hann velkominn i biskupasveit íslensku
kirkjunnar og fagna honum og frú Arnfríði Arnmundsdóttur konu
hans.
Þannig býð ég alla kirkjuþingsmenn velkomna til starfa á þessu
tuttugasta Kirkjuþingi. Ég vona og bið, að hér megi þann veg vera
staðið að verkefnum, að hið háleita og göfuga ráði i hollustu
við þann Drottin, sem gekk um kring og gjörði gott og gjörir svo
enn 1 verkum, sem honum eru til sóma og túlka vilja hans.
Margvisleg eru þau mál, sem rædd hafa verið á Kirkjuþingum frá
þvi hið fyrsta var sett 18. október 1958. Er þar mikil saga
skráð. Ekki aðeins kirkjusaga, heldur má þar líta mál, sem
brugðið er upp i spegli þjóðlifsins. Það er því ekki óeðlilegt,
þótt hugað verði að því að skrá þá sögu og ætti ekki að biða of
lengi. Ræddi ég þetta i Kirkjuráði og var það einróma samþykkt,
að hugað skyldi að undirbúningi þess, að skráð verði saga
Kirkjuþings og Kirkjuráðs, en fyrsti fundur Kirkjuráðs var
haldinn 11. október 1932. Og mun fljótlega verða hafist handa um
skoðun þessa verks.
En þó að viðfangsefni þessa þings eins og þeirra fyrri verði af
margvislegasta toga spunnin, þá er ein sú yfirskrift, sem allt
á að móta í kirkjulegu starfi og boðun og rekja má til fyrstu
daga kristninnar og kristinnar kirkju eða eins og segir í
Postulasögunni: "Trú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn
og heimili þitt." (Post. 16,31). Megi þessi andi frumkristninnar
móta verk okkar og hug islenskrar kirkju, þegar ég lýsi því yfir,
að tuttugasta Kirkjuþing islensku þjóðkirkjunnar er sett.
Ávarp kirkiumálaráðherra Ólafs Þ. Guðbiartssonar.
Herra Ólafur Skúlason, biskup íslands og frú, Sr. Pétur
Sigurgeirsson biskup og frú, dr. Sigurbjörn Einarsson biskup og
frú. Vígslubiskupar - kirkjuþingsfulltrúar og aðrir ágætir
áheyrendur.
Mér er það sönn ánægja og heiður að ávarpa Kirkjuþing við
setningu þess.
"Kirkjuþing þjóðkirkjunnar fjallar um sameiginleg málefni
þjóðkirkjunnar að eigin frumkvæði og leysir úr þeim málum, sem
til þingsins er visað af hálfu biskups, Kirkjuráðs, Alþingis og
kirkjumálaráðherra."
7