Gerðir kirkjuþings - 1989, Blaðsíða 183
1989
20. Kirkjuþinq
29. mál
T I L L A G A
til þinasályktunar um Kirkiuaarðasióð.
Flm. og frsm. Halldór Finnsson
20. Kirkjuþing 1989 lítur svo á að skilja beri 3. gr. laga um
kirkjugarða - Kirkjugarðasjóð - þannig að samkvæmt þeim beri að
styrkja fámennar sóknir, þar sem tekjur af kirkjugarðsgjöldum
hrökkva ekki fyrir rekstri og eðlilegu viðhaldi.
Stefnt skal að þvi að tekjur fámennra sókna af kirkjugarðsgjöldum
verði ekki undir kr. 75.000,00 - miðað við verðlag þessa árs.
GREINARGERÐ
í lögum um kirkjugarða nr. 21/1963 með breytingu frá 1988, 3.
grein, stendur í 5. málsgrein: "Meginmarkmið Kirkjugarðasjóðs er
að jafna aðstöðu kirkjugarða og veita aðstoð, þar sem tekjur
kirkjugarða hrökkva ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum." Það fer
ekki milli mála að ætlunin með þessari grein, er að sjá um að
hjálpa fámennum sóknum til þess að kirkjugarðar þeirra séu
sómasamlega hirtir og girtir.
í framkvæmd held ég að Kirkjugarðasjóður hafi mest styrkt
framkvæmdir kirkjugarða, og er það gott og blessað, en litt veitt
styrki til mjög fámennra sókna til viðhalds kirkjugörðunum, enda
kannski erfitt að meta það. Eðlilegast er að veita styrki til
fámennra sókna, á svipaðan hátt og Jöfnunarsjóður sókna gerir
skv. 6. gr. laga um sóknargjöld, það er að sóknir fá tekjur sem
lágmark, eins og 1 þeim væru 50 gjaldendur, og sama yrði látið
gilda um kirkjugarða.
Komið gæti til greina að styrkur þessi væri greiddur til
héraðssjóða, með því skilyrði að héraðssjóður héldi úti
vinnuflokki, sem hjálpaði til við kirkjugarða i prófastsdæminu.
Fátt er ömulegra en að sjá vanhirta kirkjugarða, girðing svo
léleg að skepnur komast inn án hindrunar. Þetta er svo átakanleg
vanvirða við forfeðurna, að ástæða er til að leita leiða til
lagfæringa. Hitt gleður jafn mikið að sjá vel hirta kirkjugarða,
jafnvel þannig að það er fegursti reitur sóknarinnar. Að því þarf
að vinna að allir kirkjugarðar séu fallegasti garður í hverri
sókn.
Málinu visað til löggjafarnefndar (frsm. sr. Þórhallur
Höskuldsson).
180