Gerðir kirkjuþings - 1989, Síða 112
prestar. Það er spurning, sem beinist að konunum sjálfum, hvort
þær óski þess, að hannaður sé búningur fyrir konur i
prestastétt, er samsvaraði prestaskyrtu, eða jafnvel sérstök
gerð af hempum.
Nokkrir prestar bera kross utan yfir hempu (skrúða).
Handbókarnefnd sýnist réttara, að biskupar einir beri kross utan
yfir hempu (skrúða).
Svo að vikið sé að skrúðanum, eru reglur um skrúða islenskra
presta fornar og má i aðalatriðum rekja allt til kirkjuskipunar
Kristjáns III. frá 1537 og raunar allt til kristnitöku. í
Handbókinni frá 1981 er arfinum fylgt trúlega, en tillit tekið
til þeirrar breytingar, sem orðin var i kirkjunni og leiddi af
betri efnahag kirkna og meira samneyti við kirkjur annarra þjóða
og er sú, að fjölbreytni i litum jókst og stólan var upp tekin
að nýju, en hún hvarf úr notkun hér á landi á öldunum eftir
siðbót. Er regla um notkun skrúða getið í inngangi Handbókar s.
7-15 og sömuleiðis regla um liti kirkjuársins getið með skrá
yfir kollektur, ritningarlestra og guðspjöll sunnudaganna í IV.
kafla Handbókar s. 62-106. Skrúði við aðrar athafnir er
útskýrður með hverri athöfn. Má segja, að helsta nýmæli
Handbókar varðandi skrúðann sé að mælt er með þvi, að prestar
klæðist rykkilini og stólu yfir hempuna við athafnir þar sem
prestar hafa notað hempuna eina við áður. Guðfræðileg rök fyrir
þvi eru, að sunnudagurinn er sigurdagur upprisu Drottins Jesú og
hvitur litur rykkilínsins tjáir betur en svartur litur hempunnar
sigur- og fagnaðarstef Drottinsdagsins.
Allar athafnir kirkjunnar fara fram undir formerkjum upprisunnar
og þess vegna er mælt með notkun rykkilíns og stólu við þær
allar, lika útförina, sem i kirkjunni fer fram i nafni hins
krossfesta og upprisna Drottins Jesú Krists.
Það er vegna þessara tengsla kristinna athafna við upprisuna, að
alba (messuserkur) hefur rutt sér til rúms meðal
nágrannaþjóðanna og einnig hér á landi. Á prestastefnunni 1981
var samþykkt tillaga þess efnis, að þeim prestum, er þess
óskuðu, væri heimilað "að nota "ölbu" i stað hempu um 5 ára
skeið til reynslu". Það er að okkar mati ekki ástæða til að
afturkalla það leyfi, heldur leyfa notkun ölbu áframhaldandi, en
þó aðeins sem búnings við messuna og aðrar kirkjulegar athafnir.
í Handbókinni 1981 er að finna form fyrir athafnir, sem ekki
hafa verið í Handbókum á íslandi áður. Þessar athafnir eru:
"Blessun húsnæðis" (Handbók s. 136-137) og "Leiðbeining við
kistulagningu" (Handbók s. 149-154). Hvorug þessara athafna er
kirkjuleg athöfn i þeim skilningi, að nauðsynlegt sé að kalla
prest til að annast þær, heldur geta þær verið í höndum
heimilisfólks eða aðstandenda. Þvi getur leikið vafi á, hvort
prestar skuli klæðast embættisklæðnaði eða skrúða við slikar
athafnir og eru skiptar skoðanir meðal presta um það.
Handbókarnefnd lítur svo á, að ekki sé hægt að setja reglur um
þetta, heldur sé það prestum i sjálfsvald sett.
Eftirfarandi reglur eru til þess að veita vissa leiðbeiningu um
notkun skrúða og setja ákveðinn ramma. Þær byggjast bæði á
islenskri og samkirkjulegri hefð.
109