Gerðir kirkjuþings - 1989, Side 20
Samþykkt Prestastefnunnar í sumar var svohljóðandi:
"Prestastefna íslands haldin í Kirkjuhvoli í Garðabæ 27. -
29. júní 1989 telur mikla bót að heildarlöggjöf um
starfsmenn Þjóðkirkjunnar auk þess sem breyttar aðstæður
kalla á nokkrar tilfærslur á mörkum prestakalla og
prófastsdæma. Tekur prestastefnan undir það viðhorf
prófastafundar, að innan prófastsdæmanna skuli leita leiða
til þess, að starfsmenn kirkjunnar nýtist ætíð vel i
margháttuðu og mikilvægu boðunar og Þjónustuhlutverki.
Svo mörg nýmæli er horfa til heilla er að finna x
frumvarpinu um skipan prestakalla og prófastsdæma og um
starfsmenn Þjóðkirkjunnar, að Prestastefnan hvetur til þess
að reynt verði að tryggja framgang þess sem fyrst að loknum
athugunum á framkomnum tillögum og ábendingum."
Kirkjuráð hefur nú enn fjallað um frumvarpið og tekið inn i það
ýmsar breytingar, sem fram hafa komið. Litur Kirkjuráð ekki svo
á, að um sé að ræða efnislegar breytingar frá samþykkt
Kirkjuþings og hefur biskup þvi rætt máli við kirkjumálaráðherra
með það fyrir augum, að það verði lagt fyrir Alþingi sem
stjórnarfrumvarp nú á haustþingi. Einnig lagði biskup frumvarpið
fyrir Kirkjulaganefnd, sem hefur haft það til athugunar.
8. mál. Um helaidaaafrið:
Þetta er mál, sem Kirkjuþing afgreiddi 1986 sem 3. mál sitt á þvi
þingi. Eftir það sömdu starfsmenn dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins viðbót við þá samþykkt og tók hún
aðallega til lögreglu og dómsmála. Siðan var frumvarpið sent
biskupi, sem lagði það fyrir Kirkjuþing i fyrra.
í 1. grein nefndarálits löggjafarnefndar Kirkjuþings 1988 segir:
"Kirkjuþing 1986 samþykkti fyrir sitt leyti frumvarp um þetta
efni, sem það taldi fullnægjandi af kirkjunnar hálfu. Málið var
sent dóms- og kirkjumálaráðherra til frekari afgreiðslu." Þá var
málið rætt á fundi samstarfsnefndar Alþingis og Þjóðkirkjunnar
5. des. 1988 ásamt samþykkt Kirkjuþings og upplýsti Jón
Kristjánsson, alþingismaður, að frumvarpið hefði verið lagt fyrir
allsherjarnefnd neðri deildar 23. nóvember 1988. Þegar væri farið
að athuga það i nefnd. í máli fulltrúa Alþingis kom fram, að
málið þyrfti að kanna vel, senda ýmsum aðilum til umsagnar og
hafa nána samvinnu við launþegahreyfinguna um afgreiðslu þess.
Þetta er eitt þeirra mála, sem biskup ræddi um við ráðherra og
var það einnig á dagskrá Kirkjulaganefndarinnar i haust.
9. mál. "Könnun á heppileaum tíma til helaihalds á sunnudöqum".
Könnun sú, sem Kirkjuþing fól Kirkjuráði að láta fara fram, vann
félagsvisindastofnun Háskóla íslands og nefnir hana
þjóðmálakönnun og er undirtitilinn:
"Kirkjusókn íslendinga". Könnun félagsvísindastofnunar liggur hér
17