Gerðir kirkjuþings - 1989, Side 103
stöðugur. Við skulum vinna með hverjum þeim, sem vinna að
réttlæti, friði og varðveislu sköpunarverksins, hverrar
trúar og þjóðar, sem þau eru, vinna i bæn og von með orð
85. Daviðssálms i huga: Réttlæti og friður kyssast.
2. Miðlun auðlinda
er annað veigamikið umfjöllunarefni kirknanna og var
ofarlega á baugi við heimsókn Sitembisu Nyone frá Zimbabwe
og Ato Francis Stephanos frá Eþiópiu. Fjármunum er ekki
einvörðungu veitt frá norðri til suðurs i kirkjustarfi.
allir fjármunir, sem við höfum undir höndum, tilheyra Guði
og við erum ráðsmenn hans. Kirkjufólk, sem kemur til
kirknanna á suðurhveli, eignast nýja innsýn, sem breytir
viðhorfi þess, svo það getur flutt með sér andlega
fjársjóði heim til kirkna sinna og þjóða. Tengslin milli
suðurs og norðurs mega ekki aðeins vera á sviði leiðtoganna
heldur verða þau líka að vera i grasrótinni.
3. Breytingar i stjórnun Lúterska heimssambandsins.
í stjórn LH er nú 27 manns en auk þess starfa allmargar
stjórnarnefndir hinna ýmsu deilda þannig að á annað hundrað
manns á þar aðild að stjórnun. Mikil áhersla er einnig
innan LH á Communion "Samfélagi kirknanna" þannig að
verkefni og hugmyndir komi frá söfnuðunum ekki siður en
ofan að eins og nú er algengast. Hið nýja skipulag á að
styðja að þessu. Áherslan verði á jafnrétti samtakanna og
samfélagi þeirra.
Á siðasta heimsþingi LH i Búdapest árið 1984 var ákveðið að
leggja til breytingar í rekstri aðalstöðva og heimsþings en
svo mikil tengsl eru þar á milli að ef öðru er breytt þarf
að breyta á báðum sviðum. Aðalástæðan er fjárhagur
sambandsins, sem gerir það erfitt að borga 125 manna
starfsliði. Það kom lika í ljós við rannsókn á þvi hvað
hefði verið framkvæmt af samþykktum Búdapestþingsins að það
var of litið og að erfitt er við núverandi kerfi að gera
framkvæmdaáætlanir og fara eftir þeim.
Áætlað er að skipta aðildarkirkjum í sjö svæði, sem
tengjast heimsþinginu: Afríku, Asiu, Suður-Ameriku, Vestur-
Evrópu, Mið-Evrópu (Austur-Evrópu), Norðurlönd og Norður-
Ameriku. Nú eru 105 kirkjur.
Æðstar verða kirkjurnar, sem kjósa heimsþingið, sem kýs
stjórn, council.
Stjórn hittist einu sinni á ári. í henni eru 50 manns:
Forseti, 48 kjörnir aðilar og gjaldkeri.
Stjórnin skiptist i 5 deildir:
Guðfræði- og menntadeild, Boðun og þróun, Hjálparstarf,
Útbreiðsludeild, Stjórnun. (Theology and Study, Mission and
Development, World Service, Communication Service,
Administration).
100