Gerðir kirkjuþings - 1989, Side 111
1989
20. Kirkjuþinq
12. mál
ÁLITSGJÖRÐ
Handbókarnefndar um embættlsklæðnað presta
oa skrúða.
Lagt fram af Kirkjuráði
Frsm. sr. Jón Einarsson
Á 19. Kirkjuþingi hinnar islensku þjóðkirkju var eftirfarandi
ályktun um embættisklæðnað og skrúða presta samþykkt (14. mál
þingsins).
Kirkjuþing ályktar, að huga þurfi að samræmingu
embættisklæðnaðar og skrúða presta innan islensku
þjóðkirkjunnar og beinir þvi til biskups, að settar
verði reglur ásamt itarlegu rökstuddu áliti þar að
lútandi.
í greinargerð með þessari ályktun er lýst áhyggjum út af
sundurgerð að þessu leyti.
Handbókarnefnd fjallaði um þessa ályktun á fundi sínum 25.
janúar 1989 og fer álit hennar hér á eftir:
Svo sem fram kemur af orðalagi þessarar ályktunar, má gera mun
á "embættisklæðnaði" presta annars vegar og "skrúða" presta hins
vegar. Embættisklæðnaður presta er einkennisbúningur
stéttarinnar, en skrúði er fatnaður, sem prestur notar við
athafnir sem heyra undir hans embætti. Er hempan ásamt pipukraga
embættisklæðnaður, en til skrúða teljast rykkilin (alba), stóla
og hökull. Bæði hempan og skrúðinn eiga sér fornar rætur.
Samsvarar hempan þeim skósíða kufli, sem prestar klæddust
daglega til forna og flest i prestaskrúðanum á rót að rekja til
fornkirkjunnar. Hempa er nú fyrir löngu úr gildi fallin sem
daglegur klæðnaður og hefur að mestu tengst skrúðanum að
einhverju leyti.
Á siðari árum og áratugum hefur það rutt sér til rúms, að
prestar klæðist svörtum skyrtum og hringflibba við ýmis
tækifæri. Má líta á prestaskyrtuna sem nokkurs konar
einkennisbúning, er standi mitt á milli hins eiginlega
embættisklæðnaðar og venjulegs búnings, en varla er hægt að
setja neinar reglur um það, hvenær prestur skuli eða megi
klæðast slíkum fötum, heldur ætti það að vera prestum i
sjálfsvald sett. Helst kemur til álita að mæla með þvi, að menn
haldi sig við þá grundvallarreglu, að prestar klæðist svörtum
skyrtum eða gráum, en biskupar purpurarauðum.
Það hefur ekki verið hannaður neinn sérstakur embættisklæðnaður
fyrir konur i prestastétt, heldur hafa þær borið hempu sem aðrir
108