Gerðir kirkjuþings - 1989, Page 165
Svo má að vísu virðast, sem þetta varði eigi miklu, þar sem
flestir láta gott heita, að krufning fari fram, sé þess óskað.
Þetta er þó mikið tilfinningamál fyrir öðrum, jafnvel trúaratriði
og þessir einstaklingar búa i raun við algjört réttleysi gagnvart
kröfu um krufningu. Vandamenn munu að visu oftast spurðir, hvort
þeir fallist á krufningu, en það virðist einatt aðeins til
málamynda.
Hér tel ég, að i raun sé um valdniðslu að ræða, sem eigi verði
unað við og það er mikið tillitsleysi að snúa sér til aðstandenda
með krufningarkröfu, þegar eftir að andlátsúrskurður hefur verið
kveðinn upp.
Frumvarp það, sem hér er lagt fram, var 11. mál á 17. Kirkjuþingi
1986. og samþykkt þar samhljóða, en virðist hafa strandað í
kerfinu. Minnt hefir verið á mál þetta á kirkjuþingum 1987 og
1988, en það virðist þó engan framgang hafa fengið. Með
endurflutningi nú er þess freistað að fá það afgreitt.
Til viðbótar þeirri greinargerð, er upphaflega fylgdi
frumvarpinu, skal aðeins bent á, að sú umræða um
liffæraflutninga, sem nú er hafin, gerir það enn brýnna, að
lagaákvæði varðandi þetta séu svo ljós, sem verða má.
Visað til löggjafarnefndar (frsm. sr. Jón Einarsson).
Nefndin lagði til að þingið samþykkti frumvarpið óbreytt.
Samþykkt samhljóða.
162