Gerðir kirkjuþings - 1989, Blaðsíða 76
1989
20. Kirkjuþinq
5. mál
T I L L A G A
til þinasályktunar um kirkiuleqa réttarstöðu presta, sem ráðnir
eru til starfa af stofnunum. félaaasamtökum eáa einstökum
þióðkirkiuRöfnuáuin.
Flm. og frsm. sr. Jón Bjarman
Kirkjuþing 1989 ályktar, að nauðsyn beri til að skilgreina nánar
og tryggja betur kirkjulega réttarstöðu þeirra presta, sem ráðnir
eru til prestsstarfa af stofnunum eða félagasamtökum, svo og
þeirra presta, sem ráðnir eru til sérstakra starfa af einstökum
Þjóðkirkjusöfnuðum.
Kirkjuþing bendir á, að eðlilegt væri að ákvæði um stöðu þessara
kirkjulegu starfsmanna væri i frumvarpi því til laga um skipan
prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju íslands,
sem afgreitt var á Kirkjuþingi 1988 og nú er í höndum ráðherra.
Kirkjuþing felur Kirkjuráði og biskupi að koma slíku til leiðar.
Framsögumaður las upp bréf, sem er fylgiskjal með 5. máli frá
formanni Félags brauðlausra presta sr. Gunnlaugi Garðarssyni.
Vísað til Löggjafarnefndar. (frsm. sr. Þórhallur Höskuldsson)
Við aðra umræðu lýsti framsögumaður því yfir að hann væri ekki
fullkomlega sáttur við hvert atriði nefndarálitsins. Lagði til
að bætt yrði við síðustu línu þess, ... og stjórn Félags
brauðlausra presta, var það fellt.
Nefndarálit Löggjafarnefndar var samþykkt samhljóða svohl jóðandi:
20. Kirkjuþing 1989 ályktar að brýna nauðsyn beri til að setja
skýrar reglur um hvernig staðið skuli að málum, þegar
félagasamtök eða stofnanir, sem ekki heyra undir kirkjustjórnina,
óska eftir að ráða presta til starfa.
Jafnframt telur Kirkjuþing að rétt sé að athuga nánar og
skilgreina í reglugerð verksvið og réttarstöðu þeirra presta, sem
ráðnir kunna að verða til starfa í einstökum þjóðkirkjusöfnuðum,
skv. 3. gr. frv. til laga um skipan prestakalla og prófastsdæma
og um starfsmenn þjóðkirkju íslands, sem Kirkjuráð hefur afhent
kirkjumálaráðherra til flutnings á Alþingi.
Þingið felur Kirkjuráði að taka þessi mál til frekari athugunar
í samráði við stjórn Prestafélags íslands.
73