Gerðir kirkjuþings - 1989, Side 23
Kirkjuráð samþykkti að taka málið upp, þegar lögin verða
endurskoðuð og taldi rétt, að skipuð yrði 3ja manna nefnd til
að endurskoða lögin og skila áliti sinu á Kirkjuþingi 1990.
Nefndin verði þannig skipuð: Kirkjuráð tilnefni einn,
Leikmannastefna annan, kirkjumálaráðherra þann þriðja. Hugsanlegt
er einnig, að nefndin taki lika til athugunar lög um
biskupskosningu frá 1980.
Biskup ræddi þessi mál við núverandi kirkjumálaráðherra og tjáði
hann sig fúsan til þess að athuga það i samráði við biskup og
Kirkjuráð.
18. mál. Um að aualýsa styrki oa boð til presta og annarra
starfsmanna kirkjunnar vegna þátttöku i kynningarferðum
og ráðstefnum á vegum kirkjunnar:
Kirkjuráð samþykkti, að slikar ferðir verði auglýstar t.d. i
Viðförla eða öðrum þeim fjölmiðlum, sem kirkjan hefur yfir að
ráða. Ennfremur að þeir, sem fara slikar ferðir, gefi itarlega
skýrslu, þegar komið er til baka.
Það skal tekið fram, að slikar ferðir hafa verið auglýstar í
Viðförla, en samþykkt Kirkjuráðs herðir enn frekar á þvi, að
þess sé alltaf gætt.
19. mál. Um útdeilinau sakramentis við altarisaönqu:
Kirkjuráð fól biskupi að leita úrskurðar og ráðleggingar dr.
Einars Sigurbjörnssonar, prófessors i trúfræði og auk þess yrði
málið rætt á Prófastafundi.
Handbókarnefnd fjallaði um málið á fundi sinum 25. janúar og
skilaði formaður hennar, dr. Einar Sigurbjörnsson itarlegri
greinargerð. Kemur þar fram, að Handbókarnefnd fellst fyrir sitt
leyti á að oblátu sé dýft í kaleik við bergingu við hlið annars
þess hátternis við útdeilingu, sem tiðkast hefur, þ.e.
sameiginlegur kaleikur eða sérbikarar. En rétt er fyrir presta
að ræða og útskýra þessi mál við söfnuð sinn og forráðamenn hans.
Á Próf astaf undi komu fram ýmis sjónarmið með og móti, en i
lokaorðum sinum mælti biskup á þessa leið:
"Kirkjuþing beinir málinu til biskups, og ég tel mig þvi ekki
geta annað en leyft það, sem í tillögunni felst."
20. mál. Um samræmingu á reglum við færslu "Kirkiubóka" og
hönnun nýrrar kirkjubókar:
Kirkjuráð fól biskupi að skipa 3ja manna nefnd til þess að athuga
máli betur. í nefndinni eru: séra Jónas Gíslason, formaður, séra
Guðni Þór Ólafsson og séra Þórhallur Höskuldsson.
20