Gerðir kirkjuþings - 1989, Page 180
198 9
20. Kirkjuþinq
26. mál
T I L L A G A
til þinasályktunar um að beina bví til Alþinais,
að ekki verði sett löa, sem snerta íslensku kirkiuna.
nema áður hafi verið leitað álits Kirkiuþinas oq Kirkiuráás.
Flm. og frsm. sr. Jón Einarsson
20. Kirkjuþing 1989 ályktar að beina þeim tilmælum til Alþingis
og þá einkum til "Samstarfsnefndar" af hálfu Alþingis (sbr. lög
nr. 12/1982), að ekki verði sett lög, er taka til islensku
kirkjunnar og málefna hennar, nema áður hafi verið leitað álits
Kirkjuþings og Kirkjuráðs.
GREINARGERÐ
Tilefni þessarar tillögu er það, að hinn 16. maí s.l. voru
samþykkt ný Þjóðminjalög og öðlast þau gildi hinn 1. janúar n.k.
í lögunum eru nokkur ákvæði um kirkjugripi og minningarmörk.
Einnig segir í lögunum, að allar kirkjur, sem reistar voru fyrir
1918, skuli vera friðaðar. Ekki er nema gott eitt um það að
segja, að löggjafarvaldið láti sér annt um friðun kirkna og
varðveislu kirkjugripa. Hitt er óviðurkvæmilegt og ekki í anda
laga "um Samstarfsnefnd Alþingis og Þjóðkirkjunnar" (l.nr.
12/1982), að ekki skyldi leitað álits neinna kirkjulegra aðila
vegna þessarar lagasetningar. Óneitanlega takmarka lögin eignar-
og ráðstöfunarrétt safnaða og kunna þannig að ganga í berhögg
við önnur lög. Þá er engan veginn víst, að varðveislu- og
friðunars jónarmið, þar sem engu má breyta, fari saman við hagnýt
sjónarmið og notagildi kirkjuhúsanna fyrir lifandi og gróandi
kirkjulif.
Við fyrri umræðu vitnaði framsögumaður til 29. gr. nýju
þjóðminjalaganna svo og i 36. gr. þar sem talað er um friðun
kirkna og þar með taldar þær, sem reistar eru fyrir 1918. Telur
framsögumaður, að með þessu virðist, sem sóknarnefndir téðra
kirkna fái engu ráðið um viðgerð þeirra eða notagildi, hér sé
mjög takmarkaður réttur þeirra, sem eiga kirkjurnar.
Málinu visað til löggjafarnefndar (frsm. sr. Jónas Gíslason
vígslubiskup).
Nefndin lagði til að tillagan yrði samþykkt þannig orðuð:
20. Kirkjuþing 1989 ályktar að beina þvi til Alþingis og þá
einkum til fulltrúa þess i "Samstarfsnefnd" (sbr. lög nr.
12/1982), að leitað verði álits Kirkjuþings og Kirkjuráðs, áður
en sett eru lög, er taka til kirkjunnar og málefna hennar.
Samþykkt samhljóða.
177