Gerðir kirkjuþings - 1989, Side 114
3.2. Þegar kallað er á prest til að annast kistulagningu, má
hann klæðast rykkilíni og fjólublárri (svartri) stólu og
eins við blessun húsnæðis, en þá fer litur stólunnar eftir
timabili kirkjuársins.
4. Stóla
4.1. Stóla er höfð utan yfir rykkilin eða ölbu. Hún breytist
eftir lituxn kirk juársins. Prestur getur skrýðst stólu við
allar athafnir.
4.2. Ekki er nauðsynlegt að leggja stólu í kross undir linda með
ölbu.
4.3. Við útför má prestur klæðast fjólublárri eða svartri stólu
en ef hún er ekki til, klæðist hann hempunni einni.
4.4. Prestur ætti ekki að skrýðast stólu utan yfir hempuna eina.
5. Hökull
5.1. Hökull er messuklæði eingöngu og á ekki að nota hann við
aðrar athafnir en messuna. Samkvæmt þeirri hefð, er
skapaðist hér á landi með siðbót, skrýðist prestur hökli
við upphaf messunnar, afskrýðist honum undir sálminum fyrir
prédikun og skrýðist höklinum ekki eftir prédikun nema
altarisganga fari fram.
5.2. Við morgunsöng (Handbók s. 155-162), aftansöng (Handbók s.
163-170) og prédikunarguðsþjónustu (Handbók s. 171-174)
skrýðist prestur ekki hökli, heldur aðeins rykkilini (ölbu)
og stólu.
5.3. Sú hefð hefur skapast, að prestur skrýðist hökli við
aftansöng á aðfangadagskvöld jóla og á gamlárskvöld, enda
eru þær athafnir höfuðguðsþjónusta jóla og nýársdags. Það
færi betur á að afleggja notkun hökuls við þær athafnir og
itreka þannig, að þar er ekki um að ræða messugjörð, heldur
annars konar guðsþjónustu, þar sem bænin og orðið er i
fyrirrúmi og þjónusta borðsins tengist ekki, en ekki verður
það gert að aðalatriði. Við messu á jólanótt á hins vegar
að nota hökul samkvæmt venjulegri reglu þar um.
5.4. Við aðrar athafnir en messuna á prestur ekki að skrýðast
hökli hvorki við skirn, fermingu né hjónavigslu nema þær
athafnir fari fram i messu fyrir prédikun eða eftir
prédikun og altarisganga fari fram á eftir.
5.5. Ef sérstök altarisganga fer fram í kirkju og öðrum liðum
messunnar sleppt en þeim sem eingöngu eiga við
altarisgönguna, skrýðist prestur hökli.
5.6. Við messugjörð i bráðabirgðahúsnæði safnaðar svo sem
skólastofu og eins við messugjörð á sjúkrastofnunum, má
prestur nota hökul samkvæmt venjulegri reglu þar um.
111