Gerðir kirkjuþings - 1989, Side 18
Nefndin sjálf leggur fraiti tillögur sinar i þingsályktun, sem er
5. mál á dagskrá þessa Kirkjuþings og verður tekið til umræðu og
afgreiðslu, þegar kemur að þeim dagskrárlið.
5. mál. Um viðbæti við sálmabókina:
Á Kirkjuþingi 1982 kom fram tillaga til þingsályktunar um nýja
og breytta útgáfu sálmabókarinnar. Málinu var visað til
Kirkjuráðs til frekari athugunar. Á fundi Kirkjuráðs i janúar
1983 var skipuð nefnd þriggja manna til þess að kanna, hvernig
viðbætir við sálmabókina yrði best úr garði gerður. Bar nefndinni
að leggja fram tillögur að efnisþáttum sálmabókarviðbætis. í
nefndina voru skipaðir: séra Kristján Valur Ingólfsson, Haukur
Guðlaugsson, söngmálast jóri, séra Jón Árni Sigurðsson og til vara
séra Jón Helgi Þórarinsson.Þar sem séra Kristján Valur dvaldist
erlendis tók séra Jón Helgi þegar i stað sæti hans og var hann
kjörinn formaður nefndarinnar. í bréfi nefndarinnar til presta
og organista fór hún fram á að fá tillögur um sálma i bókina.
Nefndin skilaði siðan tillögum á Kirkjuþingi 1984.
Á fundi Kirkjuráðs 28. júni 1985 var skipuð ný sálmabókarnefnd
eftir fund með séra Jóni Helga Þórarinssyni, sem var skipaður
formaður og með honum i nýrri sálmabókanefnd eru séra Bolli
Gústavsson, Haukur Guðlaugsson, séra Hjálmar Jónsson og Hörður
Áskelsson. Nefndin sendi biskupi og Kirkjuráði fyrstu drög að
væntanlegu sálmahefti í júni 1988 og voru þau siðan kynnt á
Kirkjuþinginu i fyrra.
Nú fylgir ný skýrsla sálmabókarnefndarinnar og hef ég mætt á
fundum með nefndinni bæði í sumar og i haust og er mikill hugur
i nefndarmönnum að koma bókinni út á næsta ári. En frekari
upplýsingar eru i skýrslu nefndarinnar.
6. og 7. mál. Um "Skipan prestakalla oa prófastsdæma oq um
starfsmenn Þióðkirkiunnar."
í samþykkt Kirkjuþings 1988 er biskupi og Kirkjuráði falið að
kynna frumvörpin ásamt breytingartillögum fyrir prestum og
söfnuðum landsins og leita álits þeirra. Fundir voru haldnir í
prófastsdæmunum og bárust álit þeirra. Mikil áhersla var lögð á
það af hendi Kirkjuráðs, að það væri ekki verið að fækka prestum
í strjálbýli til að fjölga þeim i þéttbýlinu, heldur fælist i
frumvarpinu möguleiki að auknu starfi og hagkvæmari nýtingu
starfsmanna samhliða nauðsynlegri þjónustu við alla söfnuði
kirkjunnar.
Kirkjuráð samþykkti á fundi 23. janúar i ár að fela þremur
Kirkjuráðsmönnum að fara yfir frumvarpið með tilliti til
upplýsinga, sem bárust frá fundum vitt um landið. í nefndinni
voru séra Jónas Gislason, séra Jón Einarsson og Kristján
Þorgeirsson. Ráðgjafi hópsins var Þorleifur Pálsson,
skrifstofustjóri, sem var formaður þeirrar nefndar, sem samdi
frumvarpið um prestaköll og prófastsdæmi.
15