Gerðir kirkjuþings - 1989, Blaðsíða 162
1989
20. Kirkjuþinq
19. mál
T I L L A G A
til þingsályktunar um fær-slu prestsþiónuKtnhóka.
Flm. og frsm. sr. Þorbergur Kristjánsson
20. Kirkjuþing 1989 heitir á kirkjustjórnina að gera viðhlitandi
ráðstafanir til þess, að sóknarprestar geti fært
prestsþjónustubækur, eins og lög gera ráð fyrir.
GREINARGERÐ
Samhljóða tillaga var samþykkt á Prestastefnu 1988, en hefir engu
breytt. Með hliðsjón af því er þetta erindi áréttað hér, en
tilefni þessa málatilbúnaðar er sem hér segir: Á desemberfundi
Reykjavikurpresta 1987 kynnti dómprófastur drög að orðsendingu
frá Hagstofu íslands til sóknarpresta um mánaðarlegar skýrslur
til Hagstofunnar og breytta meðferð fæðingarskýrslna. Þar segir
m.a., að innfærsla fæðinga i kirkjubækur megi falla niður.
Um þetta urðu einhverjar umræður. Sumir virtust fagna þessu
erindi og sagt var, að þetta væri enda ekki alls staðar framkvæmt
lengur.
Þess var óskað, að dómprófastur kannaði, hvort þetta erindi
Hagstofunnar stæðist, enda talið, að Dóms- og
kirkjumálaráðuneytið teldi þetta i lagi, enda hafði hann þá þegar
sent orðsendingar sinar um þetta efni undirritaðar.
í framhaldi af þessu var tvívegis rætt við ráðuneytisstjórann í
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og honum enda sent skriflegt
erindi. Svörin sem fengust voru óljós eða engin, en í apríl 1988
sendi Hagstofan sóknarprestum ljósrit af fæðingarskýrslum þriggja
fyrstu mánaða ársins og fyrirheit var gefið um, að svo yrði
væntanlega gert um óákveðinn tima, en sú hafði ekki verið
ætlunin.
Við þessa málsmeðferð er ýmislegt að athuga og nánast ófært að
sætta sig við það, að opinber skrifstofa geti gefið sóknarprestum
fyrirmæli um að breyta starfsháttum í blóra við gildandi
lagaákvæði, en samkvæmt reglugerðum við ljósmæðralög (Reglugerð
nr. 103/35 og 158/42) ber að senda fæðingarskýrslur beint til
sóknarpresta og i lögum um Kirkjubækur (nr. 3/45), Þjóðskrá (nr.
54/62) og trúfélög (nr. 18/75 17. gr.) kemur berlega fram, að
prestar eiga að færa fæðingar sóknarbarna sinna inn i
Kirkjubækur.
Nú má vel vera rétt sem segir i orðsendingu Hagstofunnar, að
breyttar aðstæður valdi þvi, að ekki verði unað við þá töf, sem
það valdi, að fæðingarskýrslur fari um hendur sóknarpresta til
Hagstofunnar. En það mál hlýtur að vera unnt að leysa, með því
t.d. að þessar skýrslur séu gerðar i fleiri eintökum og fari eitt
159