Gerðir kirkjuþings - 1989, Síða 69
notkun á "vélum" til að viðhalda "lifi" séu takmörk sett og þar
skuli vinnureglum um "heiladauða" beitt.
Þá kemur stór spurning fyrir okkur íslendinga: fíöfum vi ð
fiárhaqsleqt bolmaan til að framkvæma líffæraflutninaa í stórum
stíl hér á landi fmiðað við höfðatölut? Oa ennfremur: Erum við
nóqu mörq til að það borai sia íút frá efnahaasleaum forsendum'i?
Nú hefur heilbrigðiskerfi okkar búið við niðurskurð á umliðnum
misserum. Deildum á sjúkrastofnunum hefur verið lokað i lengri
eða skemmri tima. Verði ekki aukning á fjárframlögum til
heilbrigðiskerfisins og verði farið út i það, að framkvæma
liffæraflutninga i stærri stil en nú er, þá þýðir það i raun að
forgangsröðun innan núverandi kerfis breytist. Viljum við minnka
þjónustu hinna mörgu vegna hinna tiltölulega fáu, sem njóta góðs
af líffæraflutningum? Það er stór spurning.
Við núverandi aðstæður er ljóst, að i heilbrigðiskerfi okkar er
nú þegar farið að nota tækjabúnað, sem gerir læknum og
hjúkrunarfólki okkar fært að skoða dauðahugtakið út frá
"heiladauðakenningunni". Nú þegar eru farnar að koma upp
aðstæður, sem æskilegt væri að landslög kvæðu skýrar á um en nú
er, þótt ekki sé þar með sagt, að við séum tæknilega, aðstöðulega
og út frá mannafla tilbúin til að fara að framkvæma
liffæraflutninga. í Sviþjóð hafa nýlega verið sett lög, eftir
ítarlega umræðu, sem kveða á um hvað lækni ber að gera til að
ganga úr skugga um hvort um heiladauða sé að ræða, hvað gera
skal, þegar líffæraflutningar eiga að fara fram o.s.frv.
Ein af vinnureglum, sem beitt er viða erlendis, er að láta
liffæraþega ekki vita hvaðan eða úr hverjum liffærið kom. Hætt
er við, að slikt yrði vægast sagt erfitt i framkvæmd hér á landi,
ef liffærin fengjust eingöngu úr íslendingum.
Ennfremur má nefna, að erlendis hafa verið gerðar tilraunir með
að græða liffæri úr öðrum dýrategundum i menn. Nefna má dæmi Baby
Fae frá 1984, sem var mjög umdeilt. Um slikar tilraunaaðgerðir
verða lög að kveða á um.
Þá hafa hugmyndir um að kaupa og selja liffæri á almennum markaði
komið upp. En telja verður að slíkar hugmyndir yrðu mjög erfiðar
í framkvæmd og byðu hugsanlega upp á mjög alvarlega misnotkun,
eins og gerst hefur t.d. á Indlandi i sambandi við kaup og sölu
á nýrum.
Hver á að fá aðfengið líffæri?
Þegar meta á þörf eins sjúklings fyrir líffæri samanborið við
annan koma upp margvísleg vandamál. Þegar búið er að meta
likamlegt ástand og möguleika á meðferð t.d. lyfjameðferð,
sjúkdómssögu o.s.frv. , þá koma inn i myndina þættir eins og aldur
sjúklings, félagslegt umhverfi o.s.frv. Erfiðleikarnir við að
meta hver sé í mestri þörf eru miklir. Sjálfsagt er ekkert
fullkomlega réttlátt kerfi til. En vegna þess skorts, sem verið
hefur á líffærum, þá hefur hjúkrunarfólk farið að leggja mat á
þörf sjúklinga og hverjir gætu best nýtt sér aðfengið liffæri,
en svo koma auðvitað upp spurningar um réttlæti. Er rétt að láta
einn sjúkling hafa forgang fram yfir annan þar sem félagslegt
stuðningskerfi hans er betra en hins?
66