Gerðir kirkjuþings - 1989, Qupperneq 104
Með hverri deild starfa 4 sérfræðingar í viðkomandi
málaflokkum.
Stjórnin skiptir sér einnig i stjórnarnefndir í stað
núverandi stjórnarnefnda þannig að ekki verður kosið til
þeirra.
Stjórnin kýs litla stjórnarnefnd, Executive Committee. í
henni eru forseti, gjaldkeri, 5 varaforsetar og 5
deildarformenn. Þau eru ólaunuð. Framkvæmdanefndin hittist
árlega.
Ákvarðanir heimsþingsins, stjórnar og stjórnarnefndar eru
framkvæmdar af 105 manna starfsliði í Genf.
Fyrirliði þess er framkvæmdastjóri, General Secreter. Næst
honum starfa þrjár skrifstofur: Áætlunargerð,
Útbreiðslustarf, Stjórnun, (Planning, Communication,
Administration).
Starfið skiptist svo í þrjár deildir: Guðfræði og menntir,
Boðun og þróun, Hjálparstarf (Theology and Study, Mission
and Development, World Service).
Kostur hins nýja skipulags er að með því á að vera betur
hægt að áætla og hafa yfirsýn yfir framkvæmdir. Hættan er
hins vegar sú að miðstýring verði of mikil.
Kjör fulltrúa á heimsþingið er þannig nú að þriðji hluti
þeirra kemur frá suðurhveli en tveir þriðju hlutar af
norðurhveli. Markmiðið er að hlutföllin verði jöfn og hin
mikla breyting eftir nýja skiplaginu er að Afrika, Asía og
Suður-Amerika hafa helming. Þar með er þvi hnekkt að valdið
fari eftir fjármagni.
Norðurlönd fá 6 fulltrúa eftir hinu nýja skipulagi.
Til þess að ný skipan gangi i gildi þurfa tveir þriðju
fulltrúa á heimsþinginu næsta að greiða þvi atkvæði. Ef það
næst ekki verður unnið áfram við núgildandi kerfi.
Umþóftunarfrestur er eitt ár. Þvi verður kosið i
stjórnarnefnd eftir núgildandi skipulagi en einnig 19 til
vara ef nýja stjórnin skyldi verða samþykkt. Ef nýja
skipulaginu verður ekki mótmælt, taka þau, sem kosin voru
til vara, til starfa i stjórninni eftir ár frá þinginu.
Einnig eru hafnar umræður um skipulagsbreytingar hjá
Alkirkjuráðinu.
4. Gestir.
Jonas Jonsson, aðstoðarframkvæmdastjóri LH, dvaldist á
islandi frá 3. til 10. október 1988. Hann ræddi við biskup
og Kirkjuráð og ýmsar nefndir kirkjunnar, stjórn
kristniboðssambandsins, Hjálparstofnun kirkjunnar og
samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. Hann flutti fyrirlestur
101