Gerðir kirkjuþings - 1989, Side 86
Reqluaerð Jöfmmarsióðs sókna
Endanleq qerð
1. gr.
Kirkjuráð hinnar islensku þjóðkirkju hefur á hendi umsjá og
stjórn Jöfnunarsjóðs sókna og ber á honum ábyrgð gagnvart þeim
aðilum, er lög mæla fyrir um.
Embætti biskups fer með reikningshald sjóðsins.
Rikisendurskoðun endurskoðar bókhald sjóðsins.
2. gr.
Hlutverk Jöfnunarsjóðs sókna er eftirfarandi:
1. Að leitast við að ná sem mestum jöfnuði varðandi aðstöðu og
tekjur sókna.
2. Að veita styrki til þeirra kirkna, sem sérstöðu hafa umfram
aðrar sóknarkirkjur. Er þá átt við Dómkirkjuna i Reykjavík,
Hóladómkirkju, Skálholtsdómkirkju, Hallgrimskirkju i
Reykjavik, Hallgrimskirkju i Saurbæ og Minningarkapellu sr.
Jóns Steingrimssonar.
Veita má styrki til rekstrar, viðhalds og endurbóta
nefndra kirkna, svo og til kaupa, endurnýjunar og viðhalds
á nauðsynlegum búnaði þeirra til viðbótar þeim styrkjum sem
veittir kunna að verða úr ríkissjóði.
Heimilt er að veita 20-30% af ráðstöfunarfé sjóðsins
til þessa liðar, enda liggi fyrir rökstudd greinargerð um
fjárþörf viðkomandi kirkna.
3. Að styrkja sóknir, þar sem lögmæltar tekjur skv. lögum um
sóknargjöld nægja ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum að dómi
sóknarnefndar og sóknarprests og að fenginni umsögn
héraðsnefndar.
Auk framlags til rekstrar, viðhalds, endurbóta og
nýbygginga kirkna er heimilt að veita sóknum styrki til
nauðsynlegs búnaðar þeirra, svo og til þjónusturýmis og
safnaðarheimila, þar sem þeirra er þörf.
Þegar sóknir hefja nýbyggingu kirkna eða aðrar dýrar
framkvæmdir og óska eftir stuðningi sjóðsins, skulu þær með
góðum fyrirvara senda Kirkjuráði kostnaðar- og
framkvæmdaáætlun. Stjórn Jöfnunarsjóðs leitar álits
sérfróðra aðila telji hún þess þörf og ætla má, að ekki hafi
verið leitað tilskilinnar sérfræðiþjónustu við undirbúning
væntanlegra framkvæmda. Veita má greiðsluloforð til allt að
fjögurra ára. Heimilt er að veita 45-60% af ráðstöfunar-
tekjum sjóðsins til þeirra verkefna, er þessi töluliður
tekur til.
Heimilt er að veita styrki skv. þessum lið til að
greiða fyrir sameiningu fámennra sókna sbr. 3. gr. laga nr.
25/1985 og styrkja sóknir sem bera sérstakan kostnað skv.
8. gr. sömu laga.
83