Gerðir kirkjuþings - 1989, Qupperneq 70
Inn í þessa mynd kemur líka landfræðileg staðsetning, þar sem
ekki er hægt að flytja líffæri nema takmarkaða vegalengd á
takmörkuðum tíma, frá þvi að líffæri er fjarlægt úr "gefanda",
þar til það er grætt i "þiggjanda". Þetta atriði snertir okkur
íslendinga, þvi ef svo færi, að við tækjum þátt í
liffæraflutningum i samvinnu við aðrar þjóðir, þá skiptir
fjarlægð okkar frá þeim miklu máli.
Líffæraflutningar á íslandi?:
Eins og hér hefur komið fram, þá þarf margt að gerast, margt
þarf að ræða og að mörgu þarf að huga, áður en af
liffæraflutningum gæti orðið í stærri stil en nú er hér á landi.
viðnælendur minir innan islenska heilbrigðiskerfisins telja það
bestan kost, að kanna samvinnu við nágrannaþjóðir i þessu efni,
auk þess sem kanna þyrfti betur viðhorf almennings innanlands.
Það er ljóst, að hér er mikið verk óunnið. Það er ennfremur
ljóst, að innan heilbrigðiskerfisins þarf að ræða, út frá
siðferðilegum og trúarlegum viðmiðunum ekki siður en tæknilegum,
hvernig við beitum þeirri tækni, sem nú er að koma á markaðinn
og hvort hún sé í öllum tilfellum skjólstæðingum okkar til
hagsbóta. Aðstandendur spyrja okkur stundum hvort það sé
nauðsynlegt, að ástvini þeirra sé haldið "lifandi" eftir vélrænum
aðferðum. Tæknin kallar á endurskoðun á hugmyndum okkar um það,
hvenær dauðinn tekur við af lífinu. Og þegar því er svarað, þá
þarf ennfremur að svara þvi, hvort við getum haldið áfram að gefa
af okkur sjálfum, i eiginlegri merkingu, eftir að við erum dáin.
Heimildir:
Lag om kriterier för bestammende av mánniskans död SFS 1987:269
James F Childress, PHD. "The Gift of Life"-Critical Care Clinics-
Vol. 2 No. 1 Jan. 1986
Melanie Miller "Transplantation of the Heart"-Circulation;75(1)
1987
F.Plum + J.Posner-"The Diagnosis of S. and C. "3rd ed. 1980,
F.A. Daniels Co. Phil. 6. kafli.
E.Karanja, SRN,SCM, A. Moran, SRN-"The Criteria for Brain Death
in England- l"Nursing Times Vol 77(35)Aug. 26, 1981
Bendicte Dahlerup- "Hjernedöd bör være kriteriet for
transplantation" Sygeplejersken'86(34)
67