Gerðir kirkjuþings - 1989, Page 62
3
9. gr.
Rekstrar- og stjórnunarkostnaður Hjálparstofnunarinnar, skal
greiddur úr rekstrarsjóði.
Tekjur sjóðsins eru:
1. Að jafnaði 8% af öllu söfnunarfé. Hlutfall verði ákvarðað
hverju sinni af stjórn.
2. Framlög opinberra aðila.
3. Framlög fyrirtækja, stofnana, sókna og sóknarpresta.
4. Fjármagn, sem fæst eftir sérstökum fjáröflunarleiðum.
5. Vextir
Allt annað söfnunarfé skal renna í almennan söfnunarsjóð. í
bókhaldi skal tilgreint i hvaða verkefni söfnunarfé skuli varið.
UM FULLTRÚARÁÐ OG STJÓRN
10. gr.
Yfirstjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar er í höndum fulltrúaráðs,
sem þannig er skipað:
a) Fimm menn skipaðir af Kirkjuráði til tveggja ára, þannig
að tvö sæti séu laus þegar ártal stendur á oddatölu og þrjú
sæti, þegar ártal stendur á jafnri tölu. Tveir varamenn eru
skipaðir með sama hætti og ganga þeir úr varastjórn sitt
árið hvor, en i fyrsta skipti er annar þeirra skipaður til
eins árs. Ekki má endurskipa menn í fulltrúaráð oftar en
svo að samfelld seta þeirra i fulltrúaráði verði lengri en
sex ár.
b) Hvert prófastsdæmi landsins kýs einn mann í fulltrúaráð og
annan til vara. Skulu þeir kjörnir á héraðsfundum til
tveggja ára í senn. Ekki má kjósa menn i fulltrúaráð oftar
en svo að samfelld seta þeirra i fulltrúaráði verði lengri
en sex ár.
11. gr.
Stjórn fulltrúaráðsins skal kosin á aðalfundi stofnunarinnar.
Kjósa skal formann og 2 aðra til eins árs í senn. Formaður skal
vera úr hópi þeirra sem skipaður er af Kirkjuráði. í varastjórn
skal kjósa 2 menn til eins árs i senn. Endurkjósa má mann í
stjórn, þó aldrei oftar en svo, að samfelld seta hans sé lengri
en sex ár. Fulltrúaráð kýs 2 endurskoðendur til eins ár i senn.
Fulltrúaráðið setur stjórninni og endurskoðendum starfsreglur.
12. gr.
Stjórnin ber ábyrgð á daglegum rekstri stofnunarinnar. Hún
heldur eigi færri en átta fundi árlega. Afl atkvæða ræður
úrslitum á öllum fundum
13. gr.
Stjórnin ræður framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fjögurra ára
í senn, ákveður laun hans og setur honum erindisbréf.
Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur stofnunarinnar, gætir
fjár hennar og annast greiðslur hennar samkvæmt ákvörðun
59