Gerðir kirkjuþings - 1989, Side 67
LÍFFÆRAFLUTNINGAR.
Sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur Rikisspítala.
Inngangur:
Umræðan um líffæraflutninga hefur ekki verið í gangi hérlendis
í sama mæli og verið hefur með þeim þjóðum, sem breytt hafa lögum
sínum með tilliti til þess, að auðvelda mætti framkvæmd
líffæraflutninga. Hér á landi eru hornhimnuflutningar eina tegund
líffæraflutninga (transplant), en síðustu misseri hafa
íslendingar fengið líffæri erlendis frá og notið góðs af erlendri
tækni og í framhaldi af því hefur nokkur umræða farið af stað um
stöðu líffæraflutninga hér á landi.
Ljóst er, að núgildandi lög veita okkur lítið svigrúm til
líffæraflutninga og breyta þarf skilgreiningu dauðahugtaksins
til þess að við megum ganga lengra i þessu efni en nú er. En
spurningin snýst ekki bara um hvort þetta sé tæknilega mögulegt,
hún snýst lika um efnahagslegan grunn heilbrigðiskerfis okkar,
um tilfinningar, siðfræði, trú, uppfræðslu almennings o.s.frv.
Þvi er rétt að skoða hér reynslu annarra þjóða og síðan að leggja
nokkurt mat á stöðu mála við íslenskar aðstæður.
Líffæraflutningar-framlenging lifs:
Liffæraflutningar eru framkvæmdir þegar ljóst er, út frá skoðun
og mati á heilsu sjúklings, að enginn kostur annar geti veitt
þeim betri möguleika til bættrar heilsu. Jafnframt má geta þess,
að á seinni árum, með bættri tækni og lyfjum, eru eftirköst og
hliðarverkanir minni en áður var. En þótt liffæraflutningar þyki
þar með fýsilegri kostur en áður var, þá hefur reynsla annarra
þjóða verið á þá lund, að sifellt skorti líffæri til að anna
eftirspurn. En út frá hvaða sjónarmiðum eru liffæri "gefin" eða
"tekin" ? Ljóst er, að ekki er hægt að nýta öll þau líffæri, sem
til falla við dauða einstaklings í samfélaginu. Kemur þar margt
til t.d. geta líffæri skaðast og jafnvel orðið óstarfhæf við
meiri háttar slys, eða við langvarandi sjúkdómslegu. En það eru
líffæri, sem til falla vegna dauða einstaklings í blóma lifsins,
t.d. í umferðarslysi, sem nýtast best og gefa besta von um bata
þess, sem hlýtur liffærið/liffærin að "gjöf". Jafnframt finna
aðstandendur hins látna oft huggun í því, að líffæri ástvinar
þeirra framlengi líf eða bæti heilsu annarra.
En hver á þessi líffæri? Eru þau eign einstaklingsins, eða
fjölskyldu hans, eða samfélagsins almennt? Á einhver rétt á
líffærum okkar eftir okkar dag, eða eigum við þau alfarið? Skoðum
þetta aðeins nánar.
64