Gerðir kirkjuþings - 1989, Síða 16
1989
20. Kirkjuþinq
1. mál
Skvrsla Kirkiuráás
Flutt af Kirkjuráði
Frsm. herra Ólafur Skúlason biskup
Frá þvi siðasta Kirkjuþingi lauk 3. nóv. 1988 hefur kirkjuráð
haldið ellefu fundi. Af þeim voru þrir eftir biskupaskipti og
undir stjórn nýs forseta Kirkjuráðs. Ég hef þvi þegið aðstoð séra
Magnúsar Guðjónssonar, biskupsritara við samningu þessarar
skýrslu. Vil ég enn á ný þakka fyrrverandi forseta Kirkjuráðs,
herra Pétri Sigurgeirssyni fyrir forystu hans á vettvangi
Kirkjuráðs og Kirkjuþings. Það mun ekki ofmælt, þótt staðhæft sé
að herra Pétur lét málefni kirkjunnar ráða ofar öllu og var
sifellt að hugsa um hag kirkjunnar og leita leiða til þess að
þjóna Drottni hennar. Minnast Kirkjuþingsmenn starfa hans og
ekki aðeins frá þvi hann tók við biskupsdómi 1981, heldur á árum
áður einnig, eftir að hann var kjörinn til setu i Kirkjuráði árið
1970.
Var herra Pétur hugmyndarikur og bryddaði upp á mörgum málum
eins og hann var einnig þekktur fyrir i prestþjónustu sinni.
Flyt ég honum og konu hans, frú Sólveigu Ásgeirsdóttur þakkir
Kirkjuráðs og Kirkjuþings um leið og ég þakka Kirkjuráðsmönnum
fyrir samstarfið þennan tíma, sem ég hef leitt störf ráðsins.
Kirkjuráð var að venju kvatt saman strax að loknu hinu 19.
Kirkjuþingi til þess að fjalla um afgreiðslu mála, sem þingið
hafði sérstaklega fjallað um og Kirkjuráð tók við frá þinginu.
Sum þessara mála hafa verið afgreidd á þessu timabili eins og
skýrslan ber með sér, öðrum hefur verið þokað nokkuð áleiðis, enn
önnur eru i athugun eða á umræðustigi.
Nýmæli var það i sögu Kirkjuráðs, að i fyrsta skipti i sögu þess
fundaði það utan Reykjavíkur og Skálholts, en fundur var haldinn
á Löngumýri i Skagafirði 3. desember 1988.
Skal nú greint frá málum Kirkjuþings og vikið stuttlega að öðrum
viðfangsefnum Kirkjuráðs og biskups.
3. mál um þióðmálaráð kirkiunnar:
Nefnd þriggja manna undirbjó málið fyrir siðasta Kirkjuþing.
Nefndarmenn voru: séra Bernharður Guðmundsson, formaður, dr.
Gunnar Kristjánsson og séra Halldór Gunnarsson. Nefndin hélt
nokkra fundi og skilaði áliti því og greinargerð, sem
þingmenn minnast sem 3. máls á Kirkjuþingi 1988.
13