Gerðir kirkjuþings - 1989, Blaðsíða 25
fundar 12. september s.l. og hefur síðan verið haldinn annar
fundur, þar sem farið hefur verið yfir mál og lagðar linur vegna
framtíðarinnar.
Biskup hélt einnig fund i biskupsgarði 3. október s.l. með
forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, forsætisráðherra,
Steingrimi Hermannssyni og forseta Sameinaðs Alþingis, frú
Guðrúnu Helgadóttur. Var ákveðið að þessi hópur hittist aftur að
loknu Kirkjuþingi. Einnig ræddi biskup við formann
Þingvallanefndar, Ólaf G. Einarsson alþingismann.
Það sem helst hefur verið rætt um i sambandi við
kristnitökuhátiðina og undirbúninginn er eftirfarandi:
A. Unnið verði að þýðingu Gamla-testamentisins og útgáfu
Biblíunnar.
B. Rituð verði kristnisaga, sem liti yfir árin þúsund og áhrif
kristni á þjóðlíf. Verði vandað til útgáfunnar og ráðnir
ritstjórar hinna ýmsu þátta.
C. Safnaðaruppbygging tengist undirbúningi.
D. Efnt verði til hátiða á Þingvöllum og e.t.v. víðar árin
1990 og 1995 og leitast verði við að tengja undirbúninginn
landshlutunum og sérstök héraðsráð verði mynduð.
E. Hugað verði að uppgreftri á stöðum, er sérstaklega tengjast
kirkjusögu íslands.
F. Athuga með sálmagerð, tónsmíðar, sögusýningar og leikritun
i tengslum við undirbúninginn.
G. Þjóðkirkjan fylgist með áformum rikisstjórnar, Alþingis og
Þingvallanefndar varðandi fyrirhugaðar byggingar á
Þingvöllum og komi sjónarmiðum kirkjunnar á framfæri.
Undirbúninaur Prestsefna:
Skipuð hefur verið nefnd til þess að kanna leiðir til samstarfs
kirkjunnar og guðfræðideildar að undirbúningi prestsefna. Af
hálfu guðfræðideildar voru tilnefndir dr. Bjarni Sigurðsson og
Þórir Jökull Þorsteinsson og af hendi kirkjunnar séra Sigurður
Árni Þórðarson og séra Þorbjörn Hlynur Árnason. Formaður
nefndarinnar er séra Jónas Gislason og brúar bil, ef eitthvað er
milli þessara tveggja aðila, þar sem hann er í senn prófessor og
deildarforseti og einnig vigslubiskup og á sæti i Kirkjuráði.
Biskup sat fyrsta fund nefndarinnar, sem gat ekki hafið störf
fyrr en núna í haust vegna fjarveru dr. Bjarna Sigurðssonar.
Fyrirhugað er að fyrstu ályktanir nefndarinnar verði lagðar fyrir
Kirkjuþing 1990.
Þá vil ég að lokum gera grein fyrir eldri málum Kirkjuþings, sem
ekki hafa hlotið endanlega afgreiðslu.
22