Gerðir kirkjuþings - 1989, Side 17
Kirkjuþing vísaði málinu til frekari umfjöllunar Kirkjuráðs, sem
fól fræðslustjóra sem formanni nefndarinnar að kalla hana saman
og eru tillögur nefndarinnar lagðar fram sem sérstakt þingskjal:
4. mál. Um Safnaðaruppbyqqinqu:
Kirkjuþing 1987 beindi þeim tilmælum til biskups og Kirkjuráðs,
að skipuð yrði þriggja manna nefnd til að gera áætlun um
safnaðaruppbyggingu og eflingu kirkjulegs starfs. Nefndin er
þannig skipuð: dr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur og
kirkjuþingsmaður, Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni og séra Örn
Bárður Jónsson, sóknarprestur. Nefndin hélt marga fundi og i
framhaldi þeirra og að tillögum nefndarinnar flutti Kirkjuráð
tillögu á síðasta Kirkjuþingi um frekari mótun ákveðinnar stefnu
í eflingu safnaðarstarfsins og var dr. Gunnar framsögumaður og
kynnti tillögur nefndarinnar. Kirkjuþing 1988 lagði til, að þessi
nefnd, sem hafði verið skipuð i framhaldi af 7. máli Kirkjuþingis
1987 starfi áfram. í framhaldi af skýrslu nefndarinnar, sem hér
fylgir, fór Kirkjuráð þess á leit, að nefndin fundaði með
fræðslustjóra og sem fyrst verði hrint i framkvæmd þeim drögum
að safnaðaruppbyggingu, sem koma fram í nefndaráliti
allsherjarnefndar um þetta mál. En til hennar var málinu visað
eftir umræður á þinginu. í framhaldi af umfjöllun Kirkjuþings var
safnaðaruppbygging annað aðalmál Prestastefnunnar s.l. sumar og
hlaut ákveðnar undirtektir þar. Og samþykkti Prestastefnan
svohljóðandi ályktun:
Ályktun Prestastefnu 1989
Prestastefnan beinir þeirri áskorun til biskups að hann beiti
sér fyrir þvi að safnaðaruppbygging verði meginverkefni islensku
þjóðkirkjunnar næsta áratuginn og yfirskrift alls starfs hennar.
Prestastefnan vekur athygli á því að safnaðaruppbygging snertir
alla þætti kirkjulegs starfs. Söfnuðurinn er grunneining
kirkjunnar. Markviss boðun fagnaðarerindis miðar að þátttöku
einstaklingsins i lifi og starfi safnaðarins. Kirkjan þarfnast
stöðugrar endurnýjunar.
Prestastefnan leggur til að sem flestir þættir kirkjulegs starfs
verði endurskoðaðir í ljósi safnaðaruppbyggingar. Bendir hún þar
á helgihald safnaðarins,, liknarþjónustu, fræðslumál, samstarf
við aðrar kirkjudeildir, byggingu nýrra kirkna og safnaðarheimila
og nýtingu þeirra. Prestastefnan telur brýnt að efla menntun og
þjálfun starfsfólks safnaðanna og komið verði á ráðgjöf i
safnaðaruppbyggingu.
Prestastefnan bendir á samþykkt Kirkjuþings 1986, að efling
kirkjulegs starfs skuli vera meginmarkmið hátíðahalds vegna
þúsund ára afmælis kristnitökunnar árið 2000. Sömuleiðis vísar
Prestastefnan til ályktunar Alþingis vorið 1986 um að
kristnitökuafmælisins skuli minnst af hálfu Alþingis.
Prestastefnan telur að safnaðaruppbygging sé verðugt viðfangsefni
næsta áratugar sem aðdraganda hátíðarhaldanna árið 2000.
14