Gerðir kirkjuþings - 1989, Side 102
1989
20. Kirkjuþinq
10. mál
SKÝRSLA
Utanríkisnefndar til biskups um störf nefndarinnar
frá hausti 1988 til haustdaqa 1989
Lagt fram af Kirkjuráði
Frsm. herra Ólafur Skúlason biskup
Utanrikisnefnd hefur fjallað um þau mál, sem efst eru á baugi í
þeim alþjóðlegu samtökum, sem islenska kirkjan á aðild að. Þau
eru: Lúterska heimssambandið (LWF) Alkirkjuráðið (WCC),
kirknasamband Evrópu (CEC) og kirknasamband Norðurlanda (NEI).
1. JPIC: Réttlæti, friður og heill sköpunarverksins.
Efst i umfjöllun nefndarinnar hefur borið hið mikla mál
kirknasambandanna um réttlæti, frið og heill
sköpunarverksins (Justice, Peace and Integrity of
Creation). Það verður yfirskrift heimsfundar
Alkirkjuráðsins i Seoul i Kóreu i mars 1990 og i Canberra
i Ástraliu 1991. Það verður meðal umræðuefna heimsþings
Lúterska heimssambandsins i Curatiba i Brasiliu i janúar og
febrúar á næsta ári og var aðalumræðuefni stórrar ráðstefnu
Evrópukirkna i Basel i mai s.l. Það var lika umræðuefni
kvennafundar Evrópukirkna i Boldern i Sviss i febrúar s.l.
og alheimsþings lúterskra kvenna i Mexikó i ágúst.
Hvernig tengist friður, réttlæti og heill sköpunarverksins?
Eru það þrir sérstæðir liðir, sem skarast að nokkru? Eða
þrjú sjónarmið hins sama máls? Þess var spurt fyrir
Evrópufundinn i Basel. Og svarað: Þvi er oft haldið fram að
friður sé mikilvægari en réttlæti, eða að við verðum af
efnahagsástæðum að sætta okkur við mengun af þvi að bættur
efnahagur sé eina von hinna snauðu. En i rauninni eru þetta
ekki þrjú aðgreind svið. Réttur einstaklingsins til að taka
eigin ákvarðanir er t.d. bæði réttlætismál og friðarmál.
Þegar vatn er mengað með úrgangsefnum iðnaðarframleiðslu er
það bæði réttlætismál og umhverfisvernd. Og er "atómvetur"
skylli á snerti það öll þessi þrjú svið.
Þing Evrópukirknanna hvatti kirkjur sinar til baráttu gegn
eyðingaröf lum. Þær voru beðnar að minnast þess að hver
mannvera, óháð kynferði, kynþætti, þjóðerni og tungumáli
væri sköpuð i Guðs mynd. Að fátækt og sultur væri hneyksli,
sem sifellt skyldi ásaka okkur. Að strið væri ófær leið til
að setja niður deilur. Að það væri lygi að við hefðum óheft
frelsi til að fara eins og við vildum með náttúruna. Við
þörfnumst hvers annars til að vinna það verk, sem Guð hefur
falið okkur og sáttmáli Guðs í Jesú Kristi stendur
99