Gerðir kirkjuþings - 1989, Blaðsíða 32
að lútandi. Slík vinnubrögð hljóta að teljast óviðunandi i svo
veigamiklu atriði sem þar er um að ræða - og fleiri mætti nefna.
Skref i rétta átt hefði verið að leggja slika reglugerð fram nú
þegar, i það minnsta frumdrög, svo að sýnilegt væri hvert stefnt
væri i þessu máli.
Um huqmyndafræði oq kirkiuskilnina frumvarpsins.
Ekki er gengið út frá söfnuðinum sem mikilvægustu einingu hinnar
kirkjulegu heildar þótt svo sé sagt i greinargerð með
frumvarpinu. Að lútherskum skilningi er þó ekki um að villast
að söfnuðurinn, prestakallið, er sú eining sem tekið skal mið
af i einu og öllu þegar fjallað er um skipulag kirkjunnar (sbr.
Ágsborgarjátninguna). Skortur á safnaðarguðfræðilegum
meginforsendum i frumvarpinu er áberandi að þessu leyti. Það sem
styður grunsemdir um að ekki skuli gengið út frá söfnuðinum sem
meginforsendu i hinu kirkjulega skipulagi er sú áhersla sem lögð
er á aukna yfirbyggingu kirkjunnar með auknum umsvifum biskupa.
Um vanda safnaðarstarfsins er lítið fjallað.
Um breytingar á mörkum prófastsdæma, prestakalla og sókna er það
einfaldlega að segja að þar má gera nauðsynlegar breytingar (á
lögum ef með þarf) eftir þvi sem nauðsynlegt er hverju sinni.
Þar þarf enga allsher jarbreytingu eftir þvi sem best verður séð.
Þar að auki hlýtur það að vera sjálfsögð krafa allra sem hlut
eiga að máli að slikar hugmyndir komi frá heimamönnum. Það er
skammsýni að ætla að heimamenn vilji eitthvað annað en það sem
þeim og hinni kirkjulegu heild er fyrir bestu. Viðhorf sem mótast
af vantrausti á leiðandi mönnum innan sóknanna ættu að heyra
sögunni til.
Verkefni vigslubiskupa skulu skv. frumvarpinu vera ákaflega
hefðbundin, sbr. 40. grein: tilsjón með kristnihaldi (sem biskup
hefur nú og prófastar auk sóknarpresta), vígsla kirkna (sem nú
er i höndum biskups, vigslubiskupa og prófasta), vigsla presta
(nú i höndum biskups og vigslubiskupa), vísitering kirkna (nú i
höndum biskups og prófasta) og loks að vera biskupi til ráðuneyt-
is. Ekki eru færð nein rök i greinargerð um forsendur fyrir
breytingum á eðli vigslubiskupsembættisins en augljóst er að
stefnt er að þrem biskupum enda hefur það margoft komið fram að
litið er á frumvarpið að þessu leyti sem timabundna málamiðlun.
Slik rök eru heldur ekki i starfsmannafrumvarpinu sem lagt var
fram á Alþingi, á 108. löggjafarþingi 1985-86 (sjá þingskjal
776). Þar eru færð rök fyrir fjölgun biskupa (í 20. hefti Alþing-
istiðinda á bls. 3167 og 3168). Rökin eru tvenns konar: 1.
Söguleg rök (14 línur) og hljóta þau rök að flokkast undir
tilfinningasamt hjal. Síðari rökin byggjast á auknum umsvifum
kirkjunnar og þvi haldið fram að fjölgun biskupa sé nauðsynleg
vegna skipulagningar, umsjónar og uppörvunar. Þá er bent á aukin
erlend samskipti sem rök fyrir fjölgun biskupa. Siðari rökin eru
alls 11 linur i Alþingistiðindum. Engan þarf að undra að
alþingismenn hafi ekki fallið fyrir slíkri röksemdafærslu!
Þau rök sem þyrfti að færa fyrir breytingu af þessu tagi þurfa
i það minnsta að snerta þessi atriði:
29