Gerðir kirkjuþings - 1989, Síða 113
Reglur um notlcun skrúða
1. Hempa
1.1. Hempan (ásamt pípukraga) er einkennisbúningur presta
islensku þjóðkirkjunnar og ber að nota hana, þegar prestum
er gert að mæta i embættisnafni við athafnir svo sem
embættistöku forseta íslands, við upphaf héraðsfunda og
sýnódu, við kirkjuvigslu eða innsetningu prests í embætti
i prófastsdæminu, við útfarir starfssystkina eða maka
presta o.s.frv.
1.2. Hempuna má nota sem skrúða við útför, hjónavígslu og skírn.
Við þessar athafnir fer þó betur á, að prestar klæðist
rykkilini og stólu utan yfir hempuna. Við útför skal stóla
vera fjólublá (eða svört), við skirn eða hjónavigslu utan
messu má stóla vera hvít. Að öðru leyti ráða litir
kirkjuársins. Prestur má líka klæðast rykkilini og stólu
(hvitri), þegar hjón eru gift og börn skirð í heimahúsum.
1.3. Prestur má klæðast hempunni einni undir prédikun og eftir
prédikun, ef ekki fer fram altarisganga. Best fer á því, að
hann klæðist þá rykkilini og stólu, þar er rykkilin og
stóla er skrúði.
1.4. Þegar kallað er á prest til að annast kistulagningu, má
hann skrýðast hempu og eins við blessun húsnæðis.
2. Alba
2.1. Ölbu má nota i stað hempu og rykkilins við kirkjulegar
athafnir.
2.2. Alba er aldrei borin ein, heldur aðeins með stólu eða stólu
og hökli eftir atvikum. Þess vegna klæðist prestur ekki
ölbu, ef á hann er kallað til að vera viðstaddur í
embættisnafni atburði, sem á er minnst í grein 1.1.
2.3. Æskilegt er, að prestur noti linda með ölbunni, en ekki er
nauðsynlegt að leggja stólu i kross undir lindann, þar eð
það hentar ekki öllum gerðum af stólum.
2.4. Þegar kallað er á prest til að annast kistulagningu, má
hann bera ölbu og fjólubláa (svarta) stólu. Eins má hann
bera ölbu og stólu (í litum kirkjuársins) við blessun
húsnæðis.
3. Rykkilin
3.1. Rykkilíni klæðist prestur utan yfir hempu. Er prestum
heimilt að bera rykkilin við allar athafnir skv. 1.2. og
fer þá best á því, að hann klæðist stólu utan yfir
rykkilínið. Ef prestur eða kirkja á ekki fjólubláa (eða
svarta) stólu, klæðist prestur hempunni einni við útför.
110