Gerðir kirkjuþings - 1989, Qupperneq 115
5.7. Við athafnir i heimahúsum notar prestur ekki hökul, heldur
hempuna eina ásamt rykkilini og stólu (eða ölbuna eina
ásamt stólu) . Það á eins við um þjónustu sjúkra (sjá
Handbók s. 124-127).
5.8. í kirkjum, þar sem svo hagar til, að það sé yfirhöfuð
mögulegt, er presti leyfilegt að prédika i höklinum, ef
altarisganga á að fara fram i messunni.
5.9. Þegar fleiri en einn prestur þjóna að messunni, ber aðeins
einn prestur hökul, sá sem þjónar, en aðstoðarmenn séu
skrýddir rykkilini (ölbu) og stólu. Sá sem þjónar fyrir
altari og ber hökul, byrjar dýrðarsöng, biður kollektu, les
guðspjall, fer með þakkargjörðina við máltið Drottins,
útdeilir brauðinu og lýsir blessun í lokin.
6. Um skrúða biskups
6.1. Ef biskup embættar i kirkju, ber hann venjulegan
prestaskrúða.
6.2. Biskupskápa er skrúði biskups við biskupsathafnir þ.e.
vigslu presta, biskupa, djákna og kirkna. Ber biskup kápuna
i skrúðgöngu til og frá kirkju, við altarið, meðan hann
gegnir skyldum sinum, en afklæðist henni, þá er hann stigur
í prédikunarstól. Eins klæðist hann hökli, ef hann þjónar
fyrir altari við altarisgönguna á eftir.
6.3. Ef biskup notar mitur, ber hann það i skrúðgöngu til og frá
kirkju og leggur það á altarið hægra megin við sig, um leið
og hann gengur fyrir það. Er hann gengur frá altari, setur
hann á sig mitrið, en tekur af sér, um leið og hann sest i
sæti sitt.
6.4. Ef biskup situr i sæti sínu undir athöfn, eftir að hann
hefur lokið embættisverki sinu, má hann sitja i kápunni.
6.5. Við athöfn, þar sem biskup er viðstaddur i embættisnafni,
lýsir hann ætið blessun i lok hennar úr kórdyrum.
F.h. Handbókarnéfndar
sign. Einar Sigurbjörnsson, formaður
Visað til löggjafarnefndar (frsm. sr. Þórhallur Höskuldsson).
Þannig orðuð var tillagan samþykkt samhljóða:
20. Kirkjuþing 1989 hefir fjallað um álitsgjörð Handbókarnefndar
um embættisklæðnað og skrúða presta. Þingið samþykkir fyrir sitt
leyti að litið verði á álitsgjörð þessa sem leiðbeinandi fyrir
islensku þjóðkirkjuna.
112