Són - 01.01.2008, Blaðsíða 19
SÚLAMMÍT OG SIGRÚN VALKYRJA 19
skýringarrit – m.a. höfundar sem Íslendingar þekktu til, eins og Ísidór
frá Sevilla, Gregóríus páfi mikli og Beda prestur fróði – og virðast þau
hafa verið mikið lesin, a.m.k. í klaustrum.
Það var að sjálfsögðu einkum á latínu sem menn þekktu Ljóða-
ljóðin, bæði úr Biblíunni sjálfri, úr messu- eða tíðatextum (einkum
þeim sem tilheyrðu helgidögum Maríu meyjar) og úr skýringar-
ritum, en bæði í þeim og helgisiðatextunum brá fyrir orðalagi úr
eldri þýðingum en Vúlgötu.20 Eftir einu skýringarritinu var efni
Ljóðaljóðanna snarað á fornháþýsku um miðja 11. öld; annars er
það varla fyrr en á 12. öld og síðar sem farið er að skrifa um þau á
þjóðtungum og vitna til þeirra í guðrækilegum þjóðtunguritum.21
Í latínukveðskap nota menn snemma efni úr Ljóðaljóðunum.
Þjóðtunguskáld eiga það til líka, en dæmi, sem bent er á um slíkt, eru
annaðhvort miklu yngri en eddukvæðin eða frá svæðum þar sem
klausturlíf og kristilegur lærdómur stóð á fornum merg.22 Þar er að
vísu átt við eiginlegar tilvitnanir í Ljóðaljóðin eða efni úr þeim sem
hlýðendum kvæðanna er ætlað að þekkja. Um orðalagsáhrif af því
tagi sem virðist brydda á í Helgakviðu þori ég ekki að fullyrða hve
víða þau kunna að eiga sér hliðstæður í þjóðkvæðum eða öðrum þjóð-
tungukveðskap.
VI
En nú er Helgakviða ekki einungis ort á þjóðtungu og til okkar
komin sem þjóðkvæði; hún gerist í hundheiðnu umhverfi, þrungin
trú á valkyrjur og afturgöngur, og víkur sögunni bæði til Valhallar og
Óðins sjálfs. Skömmu eftir kristnitöku, meðan sjálf hirðskáldin fóru í
felur með heiðnar rætur listar sinnar, hefur kveðskap af þessu tagi
væntanlega verið sinnt af allt öðru fólki en þeim fáu sem veruleg
kynni höfðu af heilagri ritningu.
En eftir því sem lengra leið frá trúskiptunum slaknaði á viðkvæmn-
inni fyrir því sem tengdist gömlu trúnni.23 Skáldin fóru aftur að nota
20 Kirby (Biblical Quotation … I, bls. 93) bendir á slíkt lesbrigði í Maríu sögu þar sem
það er ekki ástin sjálf heldur „elskhuginn“ sem „er svo styrkur sem dauði“, þ.e.
dilectus í stað dilectio.
21 Matter, The Voice …, bls. 179–186.
22 Matter, The Voice …, bls. 189–193; Peter Dronke, „The Song of Songs and
Medieval Love-Lyric“, The Bible and Medieval Culture (Mediaevalia Lovaniensia,
ritstj. W. Lourdaux og D. Verhelst), Leuven (Leuven Univ. Press) 1979, bls.
237–262.