Són - 01.01.2008, Blaðsíða 71
SAGA MÍN ER SÖNN EN SMÁ 71
Hún líður baga en vinnur þó, hún veit af þreytu en vinnur samt.
Í síðustu erindunum verða þáttaskil og kvæðið hverfist úr vinnukvæði í
ellikvæði. Ævin er vinna, og þegar vinnunni er lokið er ævinni það líka:
Allt er líf mitt orðið breytt
– ekki snerti á verki –
þetta er eins og ekki neitt,
enginn sér þess merki.
Ei þó sýnist að því not
er ég helst í rónni,
þegar ég gömul glerjabrot
gref úr öskustónni.
Hér hefur Ólína rakið líf sitt niður í ekkert. Minningunum líkir hún
við glerbrot sem hún grefur úr ösku, en úr sprettur skáldskapurinn,
að vísu og að hennar mati einskis virði.
Í „Eftirmælum“ sem eru um hana sjálfa rekur Ólína ævi sína frá
vöggu til grafar.86 Í stíl við þá „fábreyttu ævisögu“ sem það lýsir er
kvæðið aðeins níu erindi og hefst svo:
Á fyrri öldinni frammi í dalnum
fæddist veikburða stelputetur.
Þá var kyrrð yfir köldu landi,
komið langt yfir miðjan vetur.
Fæðingin var talin „lítill viðburður“, foreldrarnir vinnuhjú og barnið
óvelkomið af öðrum en þeim. „Spurningin vakti á vörum margra: /
Verður nú þetta hreppsómagi?“ Í framhaldinu líkir Ólína ævi sinni við
ferðalag eða göngu, en sú hefðbundna samlíking hentar ekki vel því að
hún fer varla neitt, rétt á milli bæja, og í samræmi við það verður sagan:
Hún fór ei víða á ferðum lífsins
og fábreytt var hennar ævisaga.
Ólíkt öðrum kvæðum Ólínu sem eru flest í fyrstu persónu er þetta í
þriðju persónu, enda eftirmæli. Kvæðið verður því nokkuð óper-
86 Í eiginhandarriti er kvæðið ársett 1950. Lbs 3932, 4to. Í vélriti með kvæðum Ólínu
á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga heitir það „Eftirmæli eftir mig“. HSk 354, fol.