Són - 01.01.2008, Blaðsíða 20

Són - 01.01.2008, Blaðsíða 20
HELGI SKÚLI KJARTANSSON20 sínar goðsögulegu kenningar, líka í hirðkvæðum sem ort voru til útflutnings. Rúnirnar urðu nytjaletur á sínu sviði og kom ekki að sök þótt upprunasagnir tengdu þær við Óðin. Með fornmenntavakningu 12. aldar var rómversk heiðni hafin til vegs sem hluti af sögulegum arfi, og gátu þá Norðurlandabúar litið sömu augum á sínar heiðnu minningar. Þekktustu dæmi þess hugsunarháttar eru að vísu ung, um 1200 (Saxi málspaki) eða síðar (Snorri), en upphaf hans er eldra. Allt frá dögum Sæmundar, eða a.m.k. Ara, er hugsanlegt að upplýstir menn á kirkjulega vísu hafi talið sér sæmandi að taka þátt í varð- veislu – og þá um leið endurnýjun – eddukvæðanna, einnig þeirra sem gerast á heiðnu sviði. Ef sá svipur, sem bregður fyrir með orðalagi Ljóðaljóðanna og Helgakviðu, stafar af áhrifum frekar en tilviljun, þá má ætla að far- vegur þeirra áhrifa sé einn maður, skáldið mikla sem færði okkur lokakafla kviðunnar í þeim búningi sem fátt fær við jafnast í norrænni orðlist eða íslenskri. En hvað eigum við að ímynda okkur um þann mikla meistara? Hann stendur sínum fæti í hvorri jötu, kristinna mennta og nor- rænna. Varla þó á tímamótum trúskipanna sjálfra – eins og Nordal hugsar sér t.d. um höfund Völuspár. Því að náin kynni af Ljóða- ljóðunum eru ósennileg á því skeiði, og auk þess gætir engrar trúar- legrar spennu í Helgakviðu. Hin táknræna túlkun kristninnar á Ljóðaljóðunum er þar víðs fjarri og heiðnin aðeins hlutlaus umgjörð um stórbrotin átök ástar og dauða. Miklu fremur má ætla (ef gengið er út frá áhrifum Ljóðaljóðanna; allt er þetta með þeim fyrirvara fram sett) að skáld okkar sé tólftu aldar maður, mótaður eftir að sárasti ótti trúskiptanna við „gneista heiðninnar“ var liðinn hjá og eftir að þekk- ing á heilagri ritningu varð sæmilega aðgengileg, kannski ekki al- menningi en einhverjum verulegum minnihluta. Sá minnihluti hefur einkum verið karlkyns, þess vegna líklegra að hér eigi karlmaður í hlut en kona. Vel má vera að konur hafi á ein- 23 Sagan um Jón helga og heiti vikudaganna bendir í gagnstæða átt. En hún er örugg- lega röng. Heiðnu daganöfnin hafa ekki verið neinn norrænn arfur aftan úr forn- eskju, enda eru þau í eðli sínu þýðing úr latínu (þar sem þau voru reyndar dregin af himintunglum frekar en goðum). Ef eitthvað er til í sögunni af Jóni, þá hefur hann staðið gegn því nýmæli að taka upp á íslensku hin klassísku heiti viku- daganna. Þau nutu á dögum Jóns vaxandi hylli á latínu og urðu þýðingar þeirra að mestu ofan á í germönskum málum (þó ekki um laugardaginn – þar sem enskan notar latínuheitið óþýtt – og ekki um miðvikudaginn á þýsku), á íslensku þó aðeins sunnudagur og mánudagur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.