Són - 01.01.2008, Blaðsíða 21
SÚLAMMÍT OG SIGRÚN VALKYRJA 21
hverju stigi átt meginþátt í varðveislu eddukvæðanna,24 eða a.m.k. að
þær hafi þar verið jafnokar karla. En í okkar dæmi er karlmaður lík-
legri til að búa yfir þekkingu á Ljóðaljóðunum, nógu náinni til að
spegla orðalag þeirra í eigin verki. Líklegra líka að karlmanni verði
gripið til bóklegrar fyrirmyndar þegar hann færist í fang að tjá heit-
ustu tilfinningar syrgjandi valkyrju. Það kann jafnvel að vera honum
nokkurt feimnismál að yrkja svo eldheitt fyrir munn konu, og þá viss
afsökun að sjá hve feimnislaust sjálf heilög ritning leyfir sér að leika á
strengi ástar og girndar, bæði af hálfu karls og konu. Þetta eru líkur,
ekki vissa, ekkert útilokað að það sé kona sem með stoð í helgri bók
lifir sig inn í hlutskipti valkyrjunnar.
Engin vissa er það heldur að þetta gerist á Íslandi. Kviðan, eða sú
gerð hennar sem lokakaflinn var skráður eftir, kynni að hafa borist til
Íslands seint, annaðhvort frá Noregi sjálfum eða frá öðrum af-
byggðum hans. Varðveislan bendir til Íslands, náttúran til Noregs, og
kynnu þær vísbendingar að sameinast í víðförlum Íslendingi25 sem
jafnvel hefði sótt sér kristilega menntun til annarra landa, komið heim
biblíufastari en títt var, en tekið fagnandi endurfundunum við þjóð-
legar menntir. Þetta er ekki kenning eða ályktun, aðeins nordölsk
hugsmíð og má bregða upp sem einum möguleika af mörgum.
Innanlands gat margur klerklærður maðurinn komist í tæri við
Ljóðaljóðin á latínu og orðið þeim texta handgenginn. Jafnvel til í
dæminu að maður – og þá alveg hugsanlega kvenmaður – sem ekki
var latínulærður sjálfur, hafi stundað félagsskap þar sem sumir báru á
borð latneskar menntir og aðrir þjóðlegar. Hugsum til skáldsins og
höfðingjans Kolbeins Tumasonar sem (af pólitískum ástæðum, skul-
um við segja) dvaldi vetrarlangt á Þingeyrum, væntanlega mest í
félagsskap munkanna, og má ætla að kveðskapur hans um Jóhannes
guðspjallamann sé ávöxtur þess samneytis. Annar maður gat hafa
verið í svipuðum sporum sem ekki var dróttkvæðaskáld heldur iðk-
andi eddukvæða, og hefði Helgakviða þá notið ávaxtanna.
24 Og annarra skyldra fræða; „eddu“-heitið sjálft gæti t.d. verið dregið af heimildar-
mönnum úr röðum roskinna kvenna.
25 Sbr. ályktun Einars Ól. Sveinssonar í nmgr. 6.