Són - 01.01.2008, Blaðsíða 147
LJÓÐ SEM BÍTA, ÖSKRA, STRJÚKA OG HVÍSLA 147
mælanda: „„Haltu kjafti og lestu / Jochumson, Hallgrímsson, / Ben,
Sturluson, fjallaskáld!““ Og hvernig ber manni að skilja svona ljóð frá
skáldi sem hafnar hefðinni en hleypur á eftir fiskibátnum og þreifar
sig „upp akkerið“? Í öðru ljóði er tilveran ígrunduð, bæði af róman-
tík, sem líkir henni við fótspor í mosa sem hjaðnar von bráðar, og
nútímamanni sem mælir:70
„Tilveran
er að senda sms
til tjellingarinnar
meðan maður hjakkast
á ritaranum
og gerir um leið upp við sig
hvort maður vill
svín eða lamb
í hádeginu“.
Kári Páll Óskarsson yrkir svo lærð og flókin ljóð í Oubliette að skýringar
eru við mörg þeirra aftast. Hann er myrkur í máli og hálfgerð barokk-
stemning yfir bókinni, enda dregur bókin nafn sitt af fangelsi:71
Aðalþemað er gangasýn, eins og stundum er talað um að
alkóhólistar þjáist af. Að vera algjörlega fixeraður á það sem sést
við enda ganganna, sjá ekkert annað. Þess vegna heitir bókin
Oubliette, það er svona fangelsi sem er bara aðgengilegt í gegn-
um lofthlera, eins og ljóðmælandinn sé í dýflissunni og glápi
upp um opið. Undirþemu eru svo t.d. þunglyndi, ástarsorg
(auðvitað), sjálf iðjan að yrkja, að byrja á því, og tengsl nýliða
eins og mín við bókmenntahefðina. Voða mikill blús í gangi.
Það er óskaplegur blús í gangi eins og sjá má í titilljóði bókarinnar:72
Ég er hérna niðri;
ég einblíni upp.
ég einblíni á flötinn
ég einblíni á heiminn,
70 Emil Hjörvar Petersen (2007:17).
71 Kári Páll Óskarsson (2007:40).
72 Kári Páll Óskarsson (2007:42).