Són - 01.01.2008, Blaðsíða 148
HELGA BIRGISDÓTTIR148
og ég held að ég sé
byssukúla í hlaupi.
Mig langar að skjóta heiminn
Svipaða tilfinningu er að finna í ljóðinu „Svelti“ og í „Defetus II“73 eru
mennirnir holir og hálfgerð uppgjöf virðist svífa yfir ljóðinu „Að
byrja“ þar sem ekkert virðist skipta máli „hvort það er vegna afbrots
sem móðir þín / hefði fyrirgefið / eða vegna uppburðaleysis, sem faðir
þinn / hefði aðeins umbunað með hönd á öxl“.74
Vonleysið er ekki jafnmikið í nýjustu bók Ingólfs Gíslasonar,
Sekúndu nær dauðanum – vá tíminn líður!, þar sem tekist er á við „stríð,
pólitík, ástina, ekki síst holdlegar birtingarmyndir hennar, og brota-
lamir samtímamenningar.“ Bókin ískrar af kaldhæðni út í gegn og
kennir okkur að „einlægni er gríma.“75 Í þessu einkennilega safni
prósa, teikninga og ljóða er tekist á við tungumál og tilfinningar með
kaldhæðnina og húmorinn að vopni. Við sjáum hvernig núverandi
gildismati er hafnað og samfélagið tortryggt. Ingólfur veltir vöngum
yfir stöðu skáldsins, hvernig það er á jaðrinum og við sjáum hvernig
því fylgir bæði magnleysi og frelsi.
Kristín Svava Tómasdóttir gerir líka samfélag nútímans og þau
gildi sem þar fljóta um að yrkisefni í Blótgælum og gerir það á fyndinn
og kaldhæðinn hátt. Dæmi um þetta er ljóðið „Dýrin í Hálsaskógi“.76
Þar vísar Kristín Svava til krúttanna sem hafa lagt áherslu á til-
finningalega og einlæga tjáningu, einfaldleika, frumleika og sérstæða
einlægni þar sem allir eigi að vera þeir sjálfir. Kristín Svava bendir á
brotalöm í málflutningi þeirra því ekki geturðu verið þú sjálfur ef þú
ert ekkert spes. Hún talar um „lopahúfur lopabros og lopasálir /
prjónaðar úr stillingunni“ og gerir grín að þeim fyrir „umburðarlyndi
gagnvart öðrum menningarheimum / (nema Ameríkönum og starfs-
mönnum í þungaiðnaði)“ og það skín í gegn að með lopasál verður
manni lítið úr verki.
Skotspænir Kristínar Svövu eru fleiri. Í „Mallorca“77 eru peðölvaðir
Íslendingar í sólarlandaferð, uppfullir af ættjarðarást og hrópa „Ísland
Ísland über alles!“ og monta sig af því að kunna „allan textann í Öxar
73 Kári Páll Óskarsson (2007:21).
74 Kári Páll Óskarsson (2007:7).
75 [án nafns] (19.12.2007).
76 Kristín Svava Tómasdóttir (2007:27–28).
77 Kristín Svava Tómasdóttir (2007:29–30).