Són - 01.01.2008, Blaðsíða 152

Són - 01.01.2008, Blaðsíða 152
HELGA BIRGISDÓTTIR152 Bókinni hafnað – næstum því Ljóðin rata ekki bara á bækur. Á árinu datt ungu skáldi, Sverri Norland, í hug að birta eitt ljóð á dag á heimasíðu sinni og segir að hugmyndin á bak við þetta uppátæki sé „að ögra ímyndunaraflinu“ og bætir við að netið sé vettvangur „þar sem allt fær að flæða fram“ og að fólk eigi ekki að vera „spéhrætt hvað listsköpun varðar“.83 Verkefnið fór vel af stað en tólfta júní tilkynnti Sverrir að hann væri kominn með tölvuóþol og ljóðabloggið því saltað í bili.84 Þannig fór um sjóferð þá. Matthías Johannessen kann hins vegar vel við sig á netinu og hefur gefið út ljóðabók sem aðeins er fáanleg á vefsetri hans, Matthias.is. Bókin inniheldur hátt í níutíu ljóð. Þetta eru falleg ljóð, hefðbundin og óhefðbundin, löng og stutt og líka heilu ljóðabálkarnir og fjalla um samtíma, sögu, borg og náttúru og togstreituna þarna á milli. Um þá ákvörðun að gefa út á netinu segir Matthías að netið sé einfaldlega í tísku og með því að gefa út á neti losni hann við að skipta við út- gefendur og auglýsa sig. Netútgáfa er sem sagt miklu þægilegri en útgáfa í raunheimum.85 Jóhamar sendi árið 2005 frá sér bókina Skáldið á daginn á PDF- formi á netinu, en þar áður höfðu ljóðin birst á bloggsíðu. 2007 gaf Jóhamar ljóðin út á bók. Framarlega í bókinni er „viðtal“ við höf- undinn þar sem hann segir netútgáfu hreint frábæra og hann elskar hversu „instant“ netið sé. „Maður skrifar í eitthvað box / og klikkar Submit og það er útgefið.“86 Jóhamar leggur áherslu á mikilvægi súrrealismans fyrir verk sín og er sá andi einkennandi á verkinu. Fæst ljóðanna bera titil en sum tengjast þó augljóslega í bálka. Oft er erfitt að sjá hvar eitt ljóð byrjar og annað endar; stundum er það jafnvel þrekvirki að klóra sig í gegn- um sjálf ljóðin – eins og þeim nafnlausu á blaðsíðum 144 og 145. Um leið og lesandinn telur sig hafa leyst allar flækjur koma í ljós nýir hlut- ar og hann þarf að byrja upp á nýtt. Þá er um að gera að gefast ekki upp heldur reyna aftur. Þetta er bók sem krefst mikils af lesandanum og hún einkennist af 83 Ingveldur Geirsdóttir (2007). 84 Sverrir Norland (2007b). 85 Þröstur Helgason (2007a). 86 Jóhamar (2007:7).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.