Són - 01.01.2008, Page 152
HELGA BIRGISDÓTTIR152
Bókinni hafnað – næstum því
Ljóðin rata ekki bara á bækur. Á árinu datt ungu skáldi, Sverri
Norland, í hug að birta eitt ljóð á dag á heimasíðu sinni og segir að
hugmyndin á bak við þetta uppátæki sé „að ögra ímyndunaraflinu“
og bætir við að netið sé vettvangur „þar sem allt fær að flæða fram“
og að fólk eigi ekki að vera „spéhrætt hvað listsköpun varðar“.83
Verkefnið fór vel af stað en tólfta júní tilkynnti Sverrir að hann væri
kominn með tölvuóþol og ljóðabloggið því saltað í bili.84 Þannig fór
um sjóferð þá.
Matthías Johannessen kann hins vegar vel við sig á netinu og hefur
gefið út ljóðabók sem aðeins er fáanleg á vefsetri hans, Matthias.is.
Bókin inniheldur hátt í níutíu ljóð. Þetta eru falleg ljóð, hefðbundin
og óhefðbundin, löng og stutt og líka heilu ljóðabálkarnir og fjalla um
samtíma, sögu, borg og náttúru og togstreituna þarna á milli. Um þá
ákvörðun að gefa út á netinu segir Matthías að netið sé einfaldlega í
tísku og með því að gefa út á neti losni hann við að skipta við út-
gefendur og auglýsa sig. Netútgáfa er sem sagt miklu þægilegri en
útgáfa í raunheimum.85
Jóhamar sendi árið 2005 frá sér bókina Skáldið á daginn á PDF-
formi á netinu, en þar áður höfðu ljóðin birst á bloggsíðu. 2007 gaf
Jóhamar ljóðin út á bók. Framarlega í bókinni er „viðtal“ við höf-
undinn þar sem hann segir netútgáfu hreint frábæra og hann elskar
hversu „instant“ netið sé. „Maður skrifar í eitthvað box / og klikkar
Submit og það er útgefið.“86
Jóhamar leggur áherslu á mikilvægi súrrealismans fyrir verk sín og
er sá andi einkennandi á verkinu. Fæst ljóðanna bera titil en sum
tengjast þó augljóslega í bálka. Oft er erfitt að sjá hvar eitt ljóð byrjar
og annað endar; stundum er það jafnvel þrekvirki að klóra sig í gegn-
um sjálf ljóðin – eins og þeim nafnlausu á blaðsíðum 144 og 145. Um
leið og lesandinn telur sig hafa leyst allar flækjur koma í ljós nýir hlut-
ar og hann þarf að byrja upp á nýtt. Þá er um að gera að gefast ekki
upp heldur reyna aftur.
Þetta er bók sem krefst mikils af lesandanum og hún einkennist af
83 Ingveldur Geirsdóttir (2007).
84 Sverrir Norland (2007b).
85 Þröstur Helgason (2007a).
86 Jóhamar (2007:7).