Són - 01.01.2008, Blaðsíða 91
Á MÖRKUM LAUSAMÁLS 91
er áherslulaus) í fyrsta, öðru, þriðja, fimmta og sjötta vísuorði sem
undirstrikar hliðstæðu setningagerðina. Eitt merki þess að þetta sé
módernt ljóð er að lesanda finnst setningagerðin „ríkjandi“ og rímið
fylgja henni frekar en öfugt. Í þýðingunni er einhvers konar hálfrím
(áherslusérhljóð æ í næstsíðasta atkvæði, á eftir tannmælt samhljóð, þá
sérhljóð og r) í fyrsta, öðru, þriðja, fjórða og sjötta vísuorði. Hliðstæð
setningagerð fæðir ekki af sér hliðstæð hljóð að sama leyti og í enska
textanum þar sem í íslensku eru hliðskipaðar sagnir í persónuhætti
sem eru ýmist í nútíð eða þátíð. Hrynjandi frumtextans er sléttari en
í þýðingunni en Eliot stjórnar hraða textans mjög nákvæmlega með
dreifingu tví- og þríliða; þessi vídd glatast að hluta til í þýðingunni.
Í báðum þýðingum koma sums staðar fyrir kaflar með endarími en
án reglulegra ljóðstafa, t.d. í upphafi Prufrocks, sem hljómar svona á
frummálinu:34
Let us go then, you and I,
When the evening is spread out against the sky
Like a patient etherised upon a table;
Let us go, through certain half-deserted streets,
The muttering retreats
Of restless nights in one-night cheap hotels
And sawdust restaurants with oyster-shells:
Streets that follow like a tedious argument
Of insidious intent
To lead you to an overwhelming question…
Oh, do not ask, “What is it?”
Let us go and make our visit.
Á íslensku verður þetta svona:35
Förum út að ganga, góði minn
þegar kvöldið er breitt yfir himininn
eins og sjúklingur svæfður uppi á borði.
Út að ganga eftir götum nærri mannauðum
hvískrandi skúmaskotum
óværra nótta á ódýrum skyndihótelum
og krám með sagi á gólfi og ostruskeljum,
34 Eliot (1936:11).
35 Eliot (1991:429).