Són - 01.01.2008, Blaðsíða 9
Helgi Skúli Kjartansson
Súlammít og Sigrún valkyrja
Snertipunktar með Ljóðaljóðum
og Helgakviðu II
I
… og svo ákafur sem hann [Díómedes] hafði áður verið að berj-
ast við Trójumenn, þá kom nú í hann þrefalt meiri hugmóður,
eins og í ljón er stokkið hefir inn yfir sauðhússgarð þegar smala-
maður, er gætir hinna ullarmiklu sauða á landsbyggðinni, veitir
því skeinu en drepur það ei til fulls; hann æsir upp í því ofsann,
gefur síðan upp alla vörn og skríður inn í smalahúsin; flýja þá
sauðirnir þegar engi er hjá þeim og liggja dauðir hverr hjá
öðrum, en ljónið stökkur geyst út yfir hinn háva sauðhússgarð.
Peleifsson [Akkilles] neytti þá fráleiks síns og stökk þá eftir
honum [Hektori], svo sem smyrill, er allra fugla er léttfleyg-
astur, fleygist eftir styggri dúfu uppi á fjöllum; skýst dúfan
undan honum út á hlið en smyrillinn, sem er í nánd, gellur hátt
og stökkur að henni aftur og aftur og vill ná henni: svo flaug
Akkilles beint fram …
Þessar lýsingar úr Ilíonskviðu1 eru tvö dæmi, kannski þó heldur af
ýktari endanum, um „hómerskar líkingar“ sem svo eru nefndar.
Skáldið skýrir aðstæður eða atburði með því að bregða upp mynd,
helst úr náttúrunni. En það er engin augnabliksmynd heldur víkur
sögunni inn í myndina sem þannig fær eitt andartak að lifa sínu eigin lífi
uns aftur er tekinn upp fyrri þráður.
Þar sem skáld tala á annað borð í líkingum er sá möguleiki ekkert
langsóttur að teygja úr þeim með þessum hætti, enda er Hómer engan
1 Ilíonskviða 5:135–142 og 22:138–143. Kviður Hómers. I. bindi Ilíonskviða (þýð.
Sveinbjörn Egilsson), Reykjavík (Bókaútgáfa Menningarsjóðs) 1949, bls. 91 og 440
(stafrétt nema kommur og z).