Són - 01.01.2008, Page 9

Són - 01.01.2008, Page 9
Helgi Skúli Kjartansson Súlammít og Sigrún valkyrja Snertipunktar með Ljóðaljóðum og Helgakviðu II I … og svo ákafur sem hann [Díómedes] hafði áður verið að berj- ast við Trójumenn, þá kom nú í hann þrefalt meiri hugmóður, eins og í ljón er stokkið hefir inn yfir sauðhússgarð þegar smala- maður, er gætir hinna ullarmiklu sauða á landsbyggðinni, veitir því skeinu en drepur það ei til fulls; hann æsir upp í því ofsann, gefur síðan upp alla vörn og skríður inn í smalahúsin; flýja þá sauðirnir þegar engi er hjá þeim og liggja dauðir hverr hjá öðrum, en ljónið stökkur geyst út yfir hinn háva sauðhússgarð. Peleifsson [Akkilles] neytti þá fráleiks síns og stökk þá eftir honum [Hektori], svo sem smyrill, er allra fugla er léttfleyg- astur, fleygist eftir styggri dúfu uppi á fjöllum; skýst dúfan undan honum út á hlið en smyrillinn, sem er í nánd, gellur hátt og stökkur að henni aftur og aftur og vill ná henni: svo flaug Akkilles beint fram … Þessar lýsingar úr Ilíonskviðu1 eru tvö dæmi, kannski þó heldur af ýktari endanum, um „hómerskar líkingar“ sem svo eru nefndar. Skáldið skýrir aðstæður eða atburði með því að bregða upp mynd, helst úr náttúrunni. En það er engin augnabliksmynd heldur víkur sögunni inn í myndina sem þannig fær eitt andartak að lifa sínu eigin lífi uns aftur er tekinn upp fyrri þráður. Þar sem skáld tala á annað borð í líkingum er sá möguleiki ekkert langsóttur að teygja úr þeim með þessum hætti, enda er Hómer engan 1 Ilíonskviða 5:135–142 og 22:138–143. Kviður Hómers. I. bindi Ilíonskviða (þýð. Sveinbjörn Egilsson), Reykjavík (Bókaútgáfa Menningarsjóðs) 1949, bls. 91 og 440 (stafrétt nema kommur og z).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.