Són - 01.01.2008, Blaðsíða 32

Són - 01.01.2008, Blaðsíða 32
HAUKUR ÞORGEIRSSON32 brögð skáldsins og fagurfræði verksins er nauðsynlegt að skoða fleiri dæmi. Í köflunum sem á eftir fara verður litið á valda þætti úr rímunum. Mest verður hér dregið úr fyrri hluta þeirra, ekki síst vegna þess að þar er mest um athyglisverðan mun á þeim og Gylfaginningu. Rétt er að taka fram að ég tel, eins og langflestir sem um Lokrur hafa fjallað, nánast öruggt að rímnaskáldið hafi haft fyrir sér texta af Gylfaginningu líkan þeim sem við höfum í Konungsbók, Ormsbók og Trektarbók. Eftir að hafa ítarlega borið saman rímurnar og frásögn- ina í Gylfaginningu þykir mér sú hugmynd Sverris Tómassonar að skáldið hafi aðeins þekkt söguna í munnmælum vera ósennileg.16 Nánari rökstuðningur fyrir þessu verður hins vegar að bíða betri tíma og ekki er fyrir að synja að skáldið hafi haft einhvern fróðleik um goðin úr munnlegri hefð. Umgjörð sögunnar Í Gylfaginningu er sagan af ferð Þórs til Útgarða-Loka kynnt sem svar við þessari spurningu Gylfa: Hvárt hefir Þórr hvergi svá farit at hann hafi hitt fyrir sér svá ríkt eða ramt at honum hafi ofrefli í verit fyrir afls sakar eða fjÄlkyngi?17 Hár, Jafnhár og Þriðji reyna að víkja sér undan að svara spurn- ingunni. Gylfi þráspyr og á endanum gefast viðmælendur hans upp þótt þeim „þykki eigi fagrt at segja“ og segja söguna.18 Þessi inn- gangur er skemmtilega skrifaður og vel til þess fallinn að auka for- vitni lesandans. Í Lokrum er hins vegar önnur umgjörð um söguna. Ekkert er þar að finna af rammasögu Gylfaginningar um Gylfa og viðmælendur hans. Í staðinn er komin stutt kynning á Ásum, fyrst á Óðni. I 2 Óðinn réð fyri Ása þjóð, öllum veitti Stúma hljóð, þengill gaf sá þegnum sigr, þeim er báru að hildi vigr. 16 Sverrir Tómasson (1996:30–31). 17 SnE (1988:36). 18 SnE (1988:37).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.