Són - 01.01.2008, Blaðsíða 81
GLEYMD ÞÝÐING 81
borgarastyrjöld sem háð var í kjölfar byltingarinnar, varð marskálkur
í Rauða hernum, sem hann átti þátt í að koma á stofn, og stýrði
herfylkjum í Úkraínu þegar Þjóðverjar sóttu þar fram með ofurefli
liðs sumarið 1941. Budjonny var þrívegis sæmdur heiðursnafnbótinni
Hetja Sovétríkjanna.
Ekki er á mínu valdi að greina nánara en hér var gert frá sovézkum
baráttusöngvum að því leyti sem þeir tengjast texta Budjonny-mars-
ins; og sel í hendur tónmenntamönnum að greiða betur úr þeim hlut-
um, ef ástæða þykir til.
Ég tel víst að sá texti sem Steinn Steinarr hafði fyrir sér þegar hann
sneri Budjonny-marsinum á íslenzku hafi verið á skandinavísku máli,
aðrar erlendar tungur gat hann lítið nýtt sér, sízt árin 1930–1940. En
þar sem hvort tveggja er óljóst, hver textinn var og eftir hvaða leiðum
hann rataði til Norðurlanda, verður ekki um það dæmt hversu trúr
Steinn var því ljóði sem hann studdist við. Kannski tókst honum vel
að þýða eftir þýðingunni og sú þýðing verið bærileg, það geta þeir
einir úrskurðað sem læsir eru á rússnesku og hafa upprunalega söng-
textann til hliðsjónar. Hér er það aftur á móti fyrir öllu að eiga þenn-
an eldheita baráttusöng í íslenzkum búningi Steins Steinars.
4
Þýðing Steins á Budjonny-marsinum á að sjálfsögðu heima á því
skeiði í skáldskap hans sem miðast við Rauður loginn brann (1934),
fyrstu ljóðabók skáldsins. Þar stígur hann fram sem verkalýðsskáld –
eða öreigaskáld eins og stundum er kallað – einnig sem skáld í borg,
allt samkvæmt vissu rítúali sem þekkt var á Norðurlöndum frá því
um 1920. Til að mynda tóku þá dönsk skáld að gera sér Kaup-
mannahöfn að yrkisefni. Í Noregi söng Nordahl Grieg um aðalstræti
Óslóar, Karl Johan, í ljóðabók árið 1925, og þar í borg óx upp í verka-
mannahverfi mikið verkalýðsskáld, Rudolf Nilsen (1901–1929),
blaðamaður að atvinnu og rakinn kommúnisti, Moskvukommúnisti,
haldinn sigurvímu byltingarinnar 1917. Frá hans hendi komu þrjár
bækur. Ljóðagerð þessa snillings, sem dó langt fyrir aldur fram, er
klassísk í norskum bókmenntum. Hún er að mörgu leyti rígskorðuð
pólitískum aðstæðum, en næm innlifun, gædd snjallri myndvísi, lyftir
henni yfir stund og stað. Ég hef dálæti á þessu skáldi, og Rudolf
Nilsen er sannur fulltrúi þess skóla í ljóðagerð á Norðurlöndum sem
kenna má við byltingarsinnaða verkalýðsbaráttu.