Són - 01.01.2008, Page 81

Són - 01.01.2008, Page 81
GLEYMD ÞÝÐING 81 borgarastyrjöld sem háð var í kjölfar byltingarinnar, varð marskálkur í Rauða hernum, sem hann átti þátt í að koma á stofn, og stýrði herfylkjum í Úkraínu þegar Þjóðverjar sóttu þar fram með ofurefli liðs sumarið 1941. Budjonny var þrívegis sæmdur heiðursnafnbótinni Hetja Sovétríkjanna. Ekki er á mínu valdi að greina nánara en hér var gert frá sovézkum baráttusöngvum að því leyti sem þeir tengjast texta Budjonny-mars- ins; og sel í hendur tónmenntamönnum að greiða betur úr þeim hlut- um, ef ástæða þykir til. Ég tel víst að sá texti sem Steinn Steinarr hafði fyrir sér þegar hann sneri Budjonny-marsinum á íslenzku hafi verið á skandinavísku máli, aðrar erlendar tungur gat hann lítið nýtt sér, sízt árin 1930–1940. En þar sem hvort tveggja er óljóst, hver textinn var og eftir hvaða leiðum hann rataði til Norðurlanda, verður ekki um það dæmt hversu trúr Steinn var því ljóði sem hann studdist við. Kannski tókst honum vel að þýða eftir þýðingunni og sú þýðing verið bærileg, það geta þeir einir úrskurðað sem læsir eru á rússnesku og hafa upprunalega söng- textann til hliðsjónar. Hér er það aftur á móti fyrir öllu að eiga þenn- an eldheita baráttusöng í íslenzkum búningi Steins Steinars. 4 Þýðing Steins á Budjonny-marsinum á að sjálfsögðu heima á því skeiði í skáldskap hans sem miðast við Rauður loginn brann (1934), fyrstu ljóðabók skáldsins. Þar stígur hann fram sem verkalýðsskáld – eða öreigaskáld eins og stundum er kallað – einnig sem skáld í borg, allt samkvæmt vissu rítúali sem þekkt var á Norðurlöndum frá því um 1920. Til að mynda tóku þá dönsk skáld að gera sér Kaup- mannahöfn að yrkisefni. Í Noregi söng Nordahl Grieg um aðalstræti Óslóar, Karl Johan, í ljóðabók árið 1925, og þar í borg óx upp í verka- mannahverfi mikið verkalýðsskáld, Rudolf Nilsen (1901–1929), blaðamaður að atvinnu og rakinn kommúnisti, Moskvukommúnisti, haldinn sigurvímu byltingarinnar 1917. Frá hans hendi komu þrjár bækur. Ljóðagerð þessa snillings, sem dó langt fyrir aldur fram, er klassísk í norskum bókmenntum. Hún er að mörgu leyti rígskorðuð pólitískum aðstæðum, en næm innlifun, gædd snjallri myndvísi, lyftir henni yfir stund og stað. Ég hef dálæti á þessu skáldi, og Rudolf Nilsen er sannur fulltrúi þess skóla í ljóðagerð á Norðurlöndum sem kenna má við byltingarsinnaða verkalýðsbaráttu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.