Són - 01.01.2008, Blaðsíða 79

Són - 01.01.2008, Blaðsíða 79
GLEYMD ÞÝÐING 79 „söngvar og lög þessarar bókar gefa nýjan kraft frelsishugsjónum Íslendinga, kveikja eldmóð í brjósti íslenzku alþýðunnar, glæða vonir hennar, hugprýði og kjark í hinni miklu lokabaráttu fyrir algerðu frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar“. Vel má skipa kjarnanum í þessum formála undir óopinbera men- ningarstefnuskrá róttækrar verkalýðsstéttar síns tíma hér á landi. Ljós eru tengslin við þjóðfrelsisbaráttu 19. aldar. Sókn íslenzkrar alþýðu á 20. öld eftir fullum réttindum er þjóðfrelsisbaráttan gamla endur- vakin. Af þeirri ástæðu vekur enga furðu hversu mörgum ætt- jarðarljóðum og öðrum brýningarljóðum hinna eldri skálda er fléttað innan um og saman við nýja söngva þar sem hæst blaktir logarauður fáni verkalýðsbyltingar. 2 Sú viðleitni Karlakórs verkamanna í Reykjavík „að fá þýdda ýmsa erlenda verkalýðssöngva“ skýrir það efalaust að Steinn Steinarr settist niður og íslenzkaði söngtexta handa kórnum. Þýðing hans, Budjonny- marsinn, var tekin upp í Vakna þú Ísland og engin önnur ljóð eftir hann, enda fannst sönglagasmiðum ekki fyrr en síðar neinn almenni- legur matur í verkum skáldsins. Ég hygg að þýðing Steins á Budjonny-marsinum sé nú öllum gleymd nema kannski stöku manni sem enn er uppi og kynntist af eigin raun verkalýðsbaráttunni á Íslandi milli 1930 og 1940. Viðlag fylgir hverju erindi þýðingarinnar. Það er prentað í söng- bókinni fullum stöfum á eftir fyrsta erindi, en aðeins upphafsorð þess á eftir seinni erindunum svo sem alsiða er þegar líkt stendur á. Hér verða erindin tekin upp óskert eins og þau hafa hljómað úr munni kórmanna: Sjá, birta dagsins bjarma slær á blóðrauð ský. Heyr hófadyn, heyr sigursöng, heyr vopnagný. Þeir biðja um náð, þeir biðja um grið, er brunar gegnum eld og hríð vort rauða, vort rauða, hrausta hetjulið. Fram, fram, í stríð, í stríð með styrksins móð, þú unga blóð, þú öreiganna þjóð. Lát fánann rauða rísa um fjall og dal. Vort föðurland er international.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.