Són - 01.01.2008, Blaðsíða 79
GLEYMD ÞÝÐING 79
„söngvar og lög þessarar bókar gefa nýjan kraft frelsishugsjónum
Íslendinga, kveikja eldmóð í brjósti íslenzku alþýðunnar, glæða vonir
hennar, hugprýði og kjark í hinni miklu lokabaráttu fyrir algerðu
frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar“.
Vel má skipa kjarnanum í þessum formála undir óopinbera men-
ningarstefnuskrá róttækrar verkalýðsstéttar síns tíma hér á landi. Ljós
eru tengslin við þjóðfrelsisbaráttu 19. aldar. Sókn íslenzkrar alþýðu á
20. öld eftir fullum réttindum er þjóðfrelsisbaráttan gamla endur-
vakin. Af þeirri ástæðu vekur enga furðu hversu mörgum ætt-
jarðarljóðum og öðrum brýningarljóðum hinna eldri skálda er fléttað
innan um og saman við nýja söngva þar sem hæst blaktir logarauður
fáni verkalýðsbyltingar.
2
Sú viðleitni Karlakórs verkamanna í Reykjavík „að fá þýdda ýmsa
erlenda verkalýðssöngva“ skýrir það efalaust að Steinn Steinarr settist
niður og íslenzkaði söngtexta handa kórnum. Þýðing hans, Budjonny-
marsinn, var tekin upp í Vakna þú Ísland og engin önnur ljóð eftir
hann, enda fannst sönglagasmiðum ekki fyrr en síðar neinn almenni-
legur matur í verkum skáldsins.
Ég hygg að þýðing Steins á Budjonny-marsinum sé nú öllum
gleymd nema kannski stöku manni sem enn er uppi og kynntist af
eigin raun verkalýðsbaráttunni á Íslandi milli 1930 og 1940.
Viðlag fylgir hverju erindi þýðingarinnar. Það er prentað í söng-
bókinni fullum stöfum á eftir fyrsta erindi, en aðeins upphafsorð þess
á eftir seinni erindunum svo sem alsiða er þegar líkt stendur á. Hér
verða erindin tekin upp óskert eins og þau hafa hljómað úr munni
kórmanna:
Sjá, birta dagsins bjarma slær á blóðrauð ský.
Heyr hófadyn, heyr sigursöng, heyr vopnagný.
Þeir biðja um náð, þeir biðja um grið,
er brunar gegnum eld og hríð
vort rauða, vort rauða, hrausta hetjulið.
Fram, fram, í stríð, í stríð með styrksins móð,
þú unga blóð, þú öreiganna þjóð.
Lát fánann rauða rísa um fjall og dal.
Vort föðurland er international.