Són - 01.01.2008, Blaðsíða 33

Són - 01.01.2008, Blaðsíða 33
LIST Í LOKRUM 33 Hér er svo að skilja að Æsir séu sigursælir og ekkert sem gefur í skyn að í hönd fari ein samfelld hrakfallasaga þar sem Æsir bíða sífellt lægri hlut. Athyglisverð er hér gullkenningin Stúma hljóð. Jötunsheitið Stúmi er seinna í rímunum notað um Útgarða-Loka og áður en yfir lýkur fá Æsir einmitt yfir sig nóg af hljóðunum í honum. Nú er Þór kynntur til sögunnar. 3 Fjölnis þótti ferðin sterk, furðu gjörn við hreystiverk; alla list bar Þór af þeim, þengil hvern er sóktu heim. Þarna er Þór sagður bera af í list. Það er ekki dæmigerð Þórslýsing en þó er ljóst af goðsögum að Þór er margt til lista lagt; í Alvíss- málum beitir hann til dæmis klókindum. Vísan gefur í skyn að Þór leggi stund á að sækja heim konunga og beri sífellt efri hlut. Þarna undirbýr rímnaskáldið áætlun Þórs um að sækja heim Útgarða-Loka og áfram eru vaktar væntingar sem ekki standast um sigurför Ásanna. Enn er Þór lýst og nú á kunnuglegan hátt. 4 Allir hræddust Yggjar nið, orku neytti hann jafnan við, *þöglir flýðu þussar land, þegar hann tók sér Mjöllni í hand. * þöglir] < þauglar. FJ Töluvert verður stuðst við þetta erindi við túlkun á því sem eftir kemur. Höfundur gefur hér upp skýrt lögmál um það hvernig við- skipti Þórs og jötna eigi að vera: Þór neytir orku og tekur sér Mjöllni í hönd, þá verða jötnarnir hræddir og þöglir og flýja. Þetta lögmál stenst aldrei það sem eftir er sögunnar. Þegar Þór neytir orku eða tekur sér Mjöllni í hönd verða jötnarnir aldrei hræddir og hvað þá þöglir; þeir eru einmitt sífellt talandi. Aldrei flýja þeir held- ur fyrir Þór. Nú er Loki kynntur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.